Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2011 06:22

Þorskkvótinn aukinn um 17 þúsund tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í dag út heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012, sem hefst 1. september. „Ákvörðunin byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og er tekin að höfðu samráði við hagsmunaaðila,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í skýrslu Hafró sem birt var í júní er fjallað um ástand nytjastofna sjávar og umhverfisþætti. Þar kemur m.a. fram að sjávarhiti hefur undanfarinn áratug verið yfir meðallagi og tölur benda til að svo verði áfram. Almennt stuðlar hærri sjávarhiti að meiri framleiðni á Íslandsmiðum. Samhliða útgáfu aflamarks hefur ráðherra ákveðið að setja á fót starfshóp sem taki til athugunar notkun á flottrolli og áhrif þess á lífríki sjávar. Hafrannsóknastofnunni verður falið að auka rannsóknir á mismunandi áhrifum veiðarfæra með tilliti til lífríkis og orkunotkunar.

 

 

 

 

Í ráðgjöf Hafró kemur fram að þorskstofninn er nú talinn stærri en verið hefur undanfarna tvo áratugi. Þar munar mjög um aukningu í stórþorski yfir 80 sm og fjölgun í hrygningarstofni sem nú er talinn 362 þúsund tonn, en það er vel ofan við varúðar- og hættumörk. Þá er hrygningarstofninn vel yfir tvöfaldri lágmarksstærð árganganna 1992-1994. Að mati vísindamanna Hafró hefur orðið mikill viðsnúningur á þorskstofninum frá því sem var fyrir aðeins fjórum árum þegar stærð stofnsins var í sögulegu lágmarki. Þorskkvótinn á næsta ári verður því 177 þúsund tonn eða um 10% hærri en er á yfirstandandi fiskveiðiári. Ýsukvótinn verður 45 þúsund tonn, eða 5 þúsund tonnum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Kvóti í ufsa verður 52 þúsund tonn, sem er lítilsháttar aukning frá aflaheimildum þessa árs. Í samræmi við ráðgjöf Hafró er kvóti í steinbít lækkaðar talsvert eða úr 12 þúsund tonnum í 10,5 þúsund tonn. Kvóti í djúpkarfa verður 12 þús tonn og gullkarfa 40 þúsund tonn, sem bæði er aukning frá núverandi kvótaári. Keilukvóti verður aukinn í 7 þúsund tonn, löngu 9 þúsund tonn og grálúðuaflinn verður óbreyttur 13 þúsund tonn. Í langlúru, þykkvalúru, skötusel, sandkola, skarkola og skrápflúru er aflamark óbreytt frá fyrra ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is