Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júlí. 2011 09:01

Snæfellsjökulshlaupið gekk vel og stefnt að endurtaka það

Síðastliðinn laugardag var Snæfellsjökulshlaupið haldið í fyrsta skipti í Snæfellsbæ. Hlaupið var frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur, samtals 22 km leið.  Alls skráðu sig 50 manns í hlaupið, 15 konur og 35 karlar sem var framar öllum vonum, að sögn þeirra Fannars og Ránar sem stóðu fyrir hlaupinu.  Veðrið lék við keppendur og töluðu þeir um að hitamolla og logn hefði verið á leiðinni. Keppendum fannst leiðin mjög falleg og skemmtileg, en fyrst og fremst var hún fjölbreytt. Þar sem keppendur fengu meðal annars að spreyta sig á brekkum, snjó og for. 

Alls voru fjórar drykkjarstöðvar á leiðinni sem björgunarsveitin Lífsbjörg og unglingadeildin Dreki sáu um og stóðu fulltrúar þeirra sig frábærlega.  Allir keppendur skiluðu sér heilir í mark og voru mjög ánægðir með hlaupið í alla staði.  „Gaman var að sjá hvað margir bæjarbúar og gestir hátíðarinnar voru við endamarkið til að taka fagnandi á móti keppenum með hvatningshrópum og klappi,“ sögðu þau Fannar og Rán.

 

Fannar og Rán segja að það sé ósk þeirra að þessi viðburður hvetji fleiri í bæjarfélaginu til að draga fram hlaupaskóna.  „Stefnan er að fá til okkur hlaupakennara næsta vor til að efla enn ferkar áhuga á hlaupaíþróttinni.  Við eigum svo margar fallegar hlaupaleiðir hér í Snæfellsbæ.  Það er frábært að finna hvað fyrirtæki og einstaklingar voru jákvæð og áhugasöm að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Langar okkur því að þakka öllum þeim sem hjálpu okkur við að gera þennan draum að veruleika. Það er stefna okkar að halda Snæfellsjökulshlaupið aftur að ári og vonumst við til að fá sama og jafnvel aukinn meðbyr á næsta árið til að gera gott Snæfellsjökulshlaup enn betra.  Þúsund þakkir til ykkar allra.“

Myndir frá verðlaunaafhendingu og hlaupinu má sjá í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is