Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júlí. 2011 11:34

Var búinn að sigra en hlaut þó ekki titilinn

Á Írskum dögum á Akranesi um liðna helgi fór fram keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn, líkt og mörg undanfarin ár. Keppnin þykir hæfa þessari hátíð þegar minnst er írsku landnemanna en arfleifð þeirra þeirra er meðal annars mikið og rautt hár sem prýðir kolla margra Íslendinga. Að þessu sinni var það Heiðbrá Sól Hreinsdóttir sem hlaut sæmdartitilinn rauðhærðasti Íslendingurinn 2011. Á meðfylgjandi mynd er hún ásamt langafa sínum Ólafi Þórðarsyni frá Sandgerði á Akranesi. En svo virðist sem keppnin í ár hafi eftirmála, þar sem ungi maðurinn sem sigraði í fyrra tók einnig þátt nú og var búinn að sigra þegar á það var bent að ekki þætti sæmandi að sami einstaklingurinn sigraði tvö ár í röð. Dómnefnd breytti þá í skyndi reglum keppninnar og útilokaði Pálmar Vígmundsson frá sigri. Móðir Pálma, sem varð þannig af titlinum, ber sig illa í viðtali við DV.is í dag og segir m.a.: „Hann er rauðhærðasti Íslendingurinn, þótt ég segi sjálf frá. Það eru alveg hreinar línur.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is