Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2011 11:13

Hrottaleg árás á starfsmann Samkaupa í Búðardal

Greint var frá því í frétt hér á vefnum í gær að brotist hafi verið inn í verslun Samkaupa í Búðardal í fyrrakvöld.  Að sögn Díönu Óskar Heiðarsdóttur verslunarstjóra eru þó taldar meiri líkur á að maðurinn sem í hlut átti hafi falið sig inni í versluninni eða elt starfsmann sem leið átti í verslunina skömmu eftir lokun. Þegar starfsmaðurinn, ung kona, kom inn í verslunina um kvöldið sá hún ljós á lager. Í þann mun var ráðist á hana og henni veittir áverkar með fullri kókdós sem hinn óboðni gestur sló hana með í andlitið.  Að sögn Díönu var höggið mjög öflugt og sprakk dósin. Hlaut stúlkan áverka í andliti og fór úr kjálkalið auk þess sem árásarmaðurinn reif og tætti föt hennar. Eftir þetta lagði árásarmaðurinn á flótta og hefur ekki fundist enn. Hann er að sögn hár og grannur vexti.

 

 

 

 

Stúlkan hringdi strax í kjölfar árásarinnar á Neyðarlínuna. Díana Ósk segir að þá hafi ekki betra tekið við þar sem svo virðist sem Neyðarlínan eða útkallið hafi brugðist. Þurfti að bíða í 45 mínútur eftir sjúkrabíl sem kom ekki fyrr en búið var að hafa beint samband við sjúkraflutningamann sem býr í Búðardal. Ekki fyrr en þá hafi einhver aðstoð fengist. Farið var með stúlkuna til aðhlynningar á sjúkrahús þar sem hún dvaldi í tæpan sólarhring áður en hún fékk að fara heim.  

 

Starfandi héraðslögregluþjónn sem býr í Saurbæ í Dölum kom í Búðardal um 50 mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Þá var árásarmaðurinn á bak og burt og hefur ekki fundist að sögn lögreglu nú í morgun. Díana Ósk segir að ungir og fílefldir menn, sem búsettir eru í Búðardal, hafi leitað árásarmannsins í þrjá tíma strax um kvöldið, en án árangurs.  Hún veltir auk þess fyrir sér hvaða aðstöðu þeir hefðu komið sér í hefðu þeir fundið manninn. „Þeir mega ekkert gera, annað en hugsanlega að halda árásarmanninum hefðu þeir fundið hann. Ef komið hefði til átaka hefðu þeir verið í jafn miklum órétti og hann. Hinn almenni íbúi hefur aldrei sama rétt og lögregla ef eitthvað svona lagað kemur upp,“ segir Díana og bætir við að það sé með öllu óþolandi það ástand sem íbúar í Dölum búi við nú eftir að starfandi lögregluþjóni í Búðardal var sagt upp störfum og að næstu lögreglu sé eftir það að finna í Borgarnesi. Forsvarsmenn fyrirtækja á staðnum og aðrir íbúar séu mjög uggandi yfir ástandinu.

 

Eftir þennan atburð í fyrrakvöld finnst íbúum öryggi sínu ógnað og krefjast þess að löggæslumálum verði komið í viðunandi horf. Segja þeir umferð um héraðið hafa stóraukist eftir bætta vegtengingu um héraðið á Vestfirði um Arnkötludal. Þar við bætist að fólki gruni að Dalasýsla sé nú notuð sem dreifingarstöð fyrir ólögleg efni og slíkt ástand geti kallað á afbrot af ýmsu tagi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is