Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2011 12:09

Reynum að leysa málin eins fljótt og vel og aðstæður leyfa segir sýslumaður

Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi er æðsti yfirmaður löggæslumála í Borgarfirði og Dölum. Hann kveðst aðspurður nú í morgun kannast vel við áhyggjur íbúa í Dölum yfir ástandi löggæslumála, eins og fram kemur hér í fréttinni hér næst á undan. Hann segir embættið berjast við að halda uppi löggæslu með skertum fjármunum frá ríkinu eins og íbúar þekki. „Við leggjum áherslu a að þetta tiltekna lögreglumál í Búðardal leysist eins fljótt og auðið er, eins og önnur mál, enda um alvarlega líkamsárás að ræða,“ segir Stefán. Aðspurður um framtíðarskipan lögreglumála í Dölum sagði hann: „Jóhannes B Björgvinsson lögregluþjónn, sem starfaði til langs tíma í Búðardal, er nú í veikindafríi og kemur væntanlega  til starfa með haustinu hafi hann þá náð fullri starfsorku. Nú og þangað til munum við sinna löggæslu á svæðinu úr Borgarnesi og með aðstoð héraðslögregluþjóna í Dalasýslu. Þess má einnig geta að á Bifröst er lögregluskólagenginn fulltrúi okkar búsettur sem starfar í héraðslögreglunni og hefur auk þess bakvaktarskyldu. Við reynum því að sinna svæðinu eins og vel og kostur er miðað við aðstæður,“ sagði Stefán Skarphéðinsson.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is