Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2011 09:01

Herferð gegn munntóbaksnotkun íþróttafólks

Fyrirmyndar-leikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, sem embættis landlæknis, KSÍ, ÍSÍ, UMFÍ og ÁTVR hafa hrundið af stað. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Forustumenn íþróttafélaga eru hvattir til að fylgja eftir ályktun Íþrótta- og sérsambanda, að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi.  Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að þar hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum.

Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað eða séu að nota munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan  fyrirmynda.  Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn „fyrirmyndarleikmaður.“ Sá leikmaður er ekki að neyta tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins sem og aðrar auglýsingar. 

 

Hvert einstakt lið í efstu deild fær heimsókn á heimaleik, þar sem ungir krakkar í búningum félagsins afhenda fyrirmyndarleikmanninum veggspjald sem hann áritar og staðfestir með undirskrift sinni að hann sinni fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni. Við sama tækifæri kynnir félagið stefnu sína í forvarnarmálum. Markmið átaksins er að koma þeim skilaboðum áleiðs að íþróttir og munntóbak eiga enga samleið. Og þó að átakið beinist sérstaklega að knattspyrnumönnum, þá er það aðeins upphafspunkturinn og markmiðið er að halda áfram á næstu árum að vekja íþróttamenn í öllum keppnisgreinum sem og ungt fólk til umhugsunar um  þær slæmu hliðar sem neysla munntóbaks hefur í för með sér.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is