Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2011 01:01

Lad Hólminn charmere dig!

Nú stendur undirbúningur fyrir bæjarhátíðina Danska daga í Stykkishólmi sem hæst og er undirbúningsnefnd að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar sem fer fram dagana 12.-14. ágúst. Í tilkynningu frá nefndinni segir að dagskráin verði fjölbreytt og skemmtileg að vanda og ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Hverfagrillið verður á sínum stað á föstudagskvöldinu og verður flottasta hverfið valið af þeim Guðmundi Amlin og Birni Ásgeiri. Á laugardeginum verður svo fjölbreytt fjölskyldudagskrá, meðal annars hoppukastali og leiktæki frá Hopp og Skopp, körfuboltamót, fótboltamót, sultukeppni, legokeppni, Skoppa og Skrítla, hið sívinsæla Aksjón Lionsmanna, hreystileikar með Andrési Guðmundssyni, brekkusöngur og flugeldasýning í boði Trillukarla og margt fleira.

 

 

 

 

„Eins og á fyrri hátíðum verður sett upp markaðstjald í miðbænum þar sem fólk og fyrirtæki geta leigt sölubása. Markaðstjaldið í ár verður staðsett á planinu við Egilshús í hjarta bæjarins. Þeir sem hafa áhuga á að leigja bás í tjaldinu eru hvattir til þess að hafa samband í síma 898-1477 eða senda póst á netfangið danskirdagar2011@gmail.com. Verð á básum eru 7.500 kr. fyrir einn og hálfan metra og svo 2.250 kr. fyrir hvern hálfan metra um fram það. Allar nýjar upplýsingar varðandi skipulagningu hátíðarinnar má finna á vefsíðunni www.stykkisholmur.is/danskirdagar,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is