Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2011 07:01

Íbúafundur um varðveislu Grímshúss í Borgarnesi

Áhugahópur um varðveislu Grímshúss í Brákarey í Borgarnesi boðar til íbúafundar um framtíð þessa sögufræga húss. Fundurinn verður í Hótel Borgarnesi í kvöld mánudaginn 11. júlí kl. 20:00. Þangað eru íbúar Borgarbyggðar og nærsveita hvattir til að fjölmenna og taka um það ákvörðun hvernig best verður staðið að varðveislu Grímshúss. “Gæðum Grímshúsið nýju lífi” var fyrirsögnin á ágætri grein Snorra Þorsteinssonar sem birtist í Skessuhorni í október á síðasta ári.  Var greinin þörf áminning til Borgfirðinga um að huga vel að varðveislu sögulegra minja viðkomandi útgerðarsögu héraðsbúa, sem bæði viðkemur fiskveiðum og flóaferðum.  Nú þegar nokkrir áhugmenn hafa á síðustu misserum látið smíða líkön af m/s Eldborg, m/s Hvítá, m/s Hafborg, m/s Laxfoss og m/s Akraborg, þeirrar fyrstu, og eru að láta skrá Útgerðarsögu Borgfirðinga hefur vaknað áhugi á að verðveita Grímshúsið. „Þar gæti t.d. verið skemmtilegt að koma upp safni um þessa sögu og jafnvel atvinnusögu Brákareyjar. Og ýmsir aðrir möguleikar um notagildi Grímshús eru sjálfsagt til,“ segja félagar í undirbúningshópnum.  

 

 

 

Grímshúsið stendur við höfnina í Borgarnesi. Húsi er steinsteypt, upphaflega á tveimur hæðum, 167,8 fermetrar að grunnfleti og 959,0 rúmmetrar. Það var útgerðarfélagið Grímur hf. sem lét byggja húsið árið 1942 eftir tvær eða þrjár vel heppnaðar síldarvertíðir hjá bátunum úr Borgarnesi. Þetta hús átti að hýsa veiðarfæri bátanna og skrifstofuhaldið. Svo hvarf síldin og halla tók undan rekstrinum. Síðan drabbaðist húsið niður og ekki síst eftir bruna, þar sem allir innviðir hússins brunnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is