Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2011 11:29

Fyrsti vindorkubóndi landsins tekur til starfa

Fyrsta vindorkuver landsins verður ræst með formlegum hætti á morgun en það er staðsett að Belgsholti í Melasveit. Haraldur Magnússon bóndi hefur síðan í september síðastliðnum unnið að smíði vindmyllu til rafmagnsframleiðslu og er hún jafnframt sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að því leyti að hún verður tengd inn á dreifikerfi Landsnets en Fallorka kaupir þá raforku sem Haraldur notar ekki til búrekstrarins. „Við höfum verið að vinna að smíði og uppsetningu myllunnar síðan í september síðasta haust en ég hef verið með þetta í hausnum síðan árið 2007,“ segir Haraldur aðspurður um framkvæmdir. „Mastrið var smíðað hér heima á bæ eftir grunnteikningu frá framleiðanda myllunnar en það var styrkt og aðlagað íslensku veðurfari. Við höfum verið að prufukeyra undanfarið og takast á við þá hnökra sem hafa komið upp og munum ræsa mylluna með formlegum hætti á morgun.“

 

 

 

Smíði og rekstur vindmyllunnar er samstarfsverkefni ýmissa aðila en gert er ráð fyrir að miðað við meðalvind upp á 10 metra á sekúndu muni myllan framleiða 30 kW.

 

Uppsetning heimasíðu er í vinnslu tengd verkefninu og hvetur Haraldur  áhugasama til að fylgjast með gangi verkefnisins á www.belgsholt.is  Stefnt er á að heimasíðan verði einnig opnuð á morgun. Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir í Belgsholt að vera viðstaddir ræsingu myllunar klukkan 14 á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is