Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 02:01

Fyrsta Vesturlandsmótið í frjálsum í 35 ár

Fyrsta Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi í síðustu viku.  Til leiks mættu um 50 keppendur frá Skipaskaga, UMSB, HSH og UDN. Fyrir nokkrum áratugum fóru fram mót með sama heiti fyrir fullorðna. Á þeim voru þátttakendur af Vesturlandi og Vestfjörðum. Var þá t.d. keppt á Núpi og á Varmalandi.  Síðasta Vesturlandsmótið með gamla sniðinu var hins vegar haldið á Akranesi 1976. Nú er fyrirhugað að hafa í ágúst mót fyrir börn 10 ára og yngri. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar þjálfara er markmið með þessu móti að ungmenni á Vesturlandi geti keppt saman við góðar aðstæður. En völlurinn í Borgarnesi er eini  frjálsíþróttavöllurinn á Vesturlandi sem hefur gevfiefni á hlaupabrautum.  

Þá er stefnt að þátttöku í bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri með lið af Vesturlandi. Sú keppni fer fram í Hafnarfirði 21. ágúst nk.  

 

Á mótinu í síðustu viku var keppt í sex aldursflokkum: 11 -16 ára og eldri. Í Skessuhorni sem kom út í dag er rennt yfir mótið og þeirra getið sem komust á verðlaunapall. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is