Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 03:01

Knarrarnes er paradís fyrir fuglaáhugamenn og ljósmyndara

Eyjuna Knarrarnes kannast fáir við, í það minnsta þeir sem ekki hafa ekið um Mýrarnar eða búa utan svæðisins. Knarrarnes er hluti eyjaklasa úti af Mýrum og er í eigu nokkurra aðila, flestra úr Borgarnesi. Farið var í heimsókn í Knarrarnes í liðinni viku í fylgd bræðranna Rúnars og Jóns Georgs Ragnarssona. „Það vita ekki margir um Knarrarnes en þeir sem keyra þennan fallega Mýrahring sjá eyjuna þegar þeir koma neðst á Mýrarnar. Umferð á þessum vegi er alltaf að aukast og ferðamenn eru að uppgötva náttúru Mýranna og fuglalíf. Vegurinn er hinsvegar í algjörum ólestri og bændur á Mýrum eru afskaplega þreyttir á þjónustuleysi Vegagerðarinnar,” segir Jón Georg þegar við ökum áleiðis vestur frá Borgarnesi. Beygt er til vinstri eftir að ekið er yfir brúna á Langá.

 

 

 

 

Rúnar bróðir Jóns sótti okkur á gúmmíbátnum sínum sem notaður er til að ferja fólk og búnað milli lands og eyja. „Það var árið 1927 sem þau Árni Sigurðsson og Elínborg Eiríksdóttir fluttust hingað frá Akranesi með börnin sín fjögur; Eirík, Erlend,Guðmund og Guðríði sem alltaf var kölluð Stella. Þau bjuggu síðan hér alla sína ævi og til dæmis þá fór Guðmundur ekki í land í 40 ár, eða þar til hann þurfti að leita læknis. Í land fór hann reyndar einnig þegar hann þurfti að ná í vistir en þá fór hann bara rétt upp í fjöruna í landi. Þetta var sérstakt líf sem þau gömlu systkinin lifðu hér og voru bara sjálfu sér næg,” segir Rúnar þegar hann settist niður með blaðamanni í eldhúsinu, í húsi fjölskyldunnar í eyjunni þar sem systkinin og foreldrar þeirra bjuggu áður.

 

Jón, Rúnar og systkini þeirra, tvær systur og bróðir ásamt Helga Harðarson fengu eyjuna og þær sem tilheyra henni rétt fyrir aldamót en þau hafa öll mikið verið þar frá því þau muna eftir sér. Ættfræði fjölskyldunnar verður ekki rakin hér en systkinin og Helgi sem nú eiga eyjuna tengjast þeim sem hana áttu áður fjölskylduböndum. Þau hjálpuðust að við endurbætur á aðal íbúðarhúsinu á eyjunni og voru þar mikið, sérstaklega þegar Stella og bræður hennar tóku að eldast. Nú deila þau fimm systkinin með sér eignarréttinum auk frænda þeirra sem hefur sitt eigið hús á eyjunni, en gömlu systkinin eru nú öll fallin frá.

 

Sjá ítarlega frásögn og myndir frá heimsókninni í Knarrarnes í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is