Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 11:01

Suðurlandsslysið situr enn í honum aldarfjórðungi síðar

Júlíus Víðir Guðnason er 48 ára gamall Akurnesingur. Hann er menntaður skipstjórnarmaður með farmannapróf og starfar nú hjá Faxaflóahöfnum sem skipstjóri á dráttarbátum og hafnsögumaður. Auk þess hefur hann síðustu þrjú árin unnið að því að efla jarðborunarfyritækið Bjarnastaði ehf, sem hann stofnaði og á ásamt bróður sínum, mági og frænda.  Áður var hann stýrimaður á Akraborg í áratug. Júlíus hefur haft aðalstarf af sjómennsku nánast alla tíð. Árið 1986, þegar hann var á öðru ári í Stýrimannaskólanum, fór hann í afdrifaríka sjóferð sem háseti á flutningaskipinu Suðurlandi. Hann ætlaði að afla sér peninga í jólafríinu með því að fara í jólatúr Suðurlandsins með saltsíld til Murmansk í Sovétríkjunum. Suðurlandið fórst langt norður í hafi og af ellefu manna áhöfn fórust sex menn en fimm björguðust á undraveðan hátt eftir þrettán klukkustunda hrakningar í lekum gúmmíbáti lengst norður í hafi um hávetur. Átta menn komust í gúmmíbjörgunarbátinn en þrír þeirra létust þar um borð.

Skipverjar náðu aldrei að koma nema öðrum gúmmibátnum út og sá skemmdist þegar hann kastaðist inn á sökkvandi skipið. Tjald hans var rifið og gat í botninum þannig að skipbrotsmennirnir voru með fæturna í ísköldum sjó í þá ellefu tíma sem þeir dvöldust í bátnum. Bresk Nimrod þota kastaði þá til þeirra gúmmíbáti sem þeir voru í þá tvo tíma sem liðu þar til dönsk þyrla bjargaði þeim.

 

Frá þessu og fleiru segir Júlíus okkur í viðtali sem tekið var við hann á heimili hans á Suðurgötunni á Akranesi í síðustu viku. Árið 1999 kom út bókin „Útkall í Atlantshafi á jólanótt,“ eftir Óttar Sveinsson blaðamann. Hún fjallar um þetta alvarlega sjóslys og við hana var stuðst að hluta, með leyfi höfundar. Þegar Júlíus Víðir hélt í túrinn örlagaríka með Suðurlandinu var hann ókvæntur og barnlaus en átti kærustu, Fanneyju Björnsdóttur frá Ólafsvík, sem þá bjó í Reykjavík. Þau höfðu byrjað saman þá um haustið. Hún er konan hans í dag. Þau búa á Akranesi og eiga tvo syni, Ágúst 22 ára og Guðmund Brynjar 17 ára en báðir eru strákarnir afreksmenn í sundi.

 

 

Sjá ítarlegt viðtal við Júlíus Víði í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is