Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2011 11:01

Þór Breiðfjörð mun fara með aðalhlutverk í nýrri uppfærslu á Vesalingunum

Nýverið tilkynnti Þjóðleikhúsið að til stæði að setja þar upp verkið Vesalingana eða Les Miserables. Söngleikurinn er einn sá vinsælasti í heiminum og aðeins sýningin Cats hefur verið sýnd lengur samfleytt í sama leikhúsinu. Með helstu hlutverk fara margir af þekktustu leikurum og söngvurum þjóðarinnar eins og Egill Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Valgerður Guðnadóttir og Örn Árnason svo einhverjir séu nefndir. Einn er þó ónefndur sem ekki hefur verið áberandi hér á Íslandi en leikur nú í fyrsta skipti hér á landi eftir langt hlé. Hann heitir Þór Breiðfjörð og er upprunninn í Stykkishólmi.  Þór fer með aðalhlutverk sýningarinnar, sjálfan Jean Valjean.

Þór hefur leikið um árabil á West End í London og þegar Skessuhorn ræddi síðast við hann í viðtali árið 2001 var samningur hans í Óperudraugnum á enda og næstu verkefni óljós. „Margt fólk í bransanum er farið að kannast við mig og ég er kominn með lítinn áhangendahóp sem eltir mig út um allt land þar sem ég er á ferð,” sagði Þór meðal annars í viðtalinu á sínum tíma.

 

Þór er nú kominn til landsins og byrjaður að takast á við verkefnið á sviði og í söng. Sjá viðtal við hann í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is