Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 10:40

ÍA fór taplaust í gegnum fyrri umferðina

Skagamenn unnu í gær botnlið Leiknis frá Reykjavík, 2-0 á Akranesvelli. Eru þeir þar með komnir með níu stiga forskot á Selfoss sem er í öðru sæti deildarinnar og þrettán stiga forskot á Fjölni sem er í því þriðja. ÍA var eina lið deildarinnar sem tapaði ekki leik í fyrri umferðinni og fékk 31 af 33 stigum sem í boði voru. Aðeins nágrannarnir í Víkingi Ólafsvík náðu að kroppa af þeim tvö stig þegar liðin skildu jöfn á Akranesvelli í byrjun júnímánaðar.  Leikurinn í gær var fremur óspennandi og mikill vindur á annað markið setti strik í reikninginn. Skagamenn byrjuðu með vindinn í bakið og fór fyrri hálfleikur að mestu fram á vallarhelmingi gestanna. Leiknismenn voru þó duglegir að skapa hættu með skyndisóknum en lítið reyndi á Pál Gísla í marki ÍA.

Vörn ÍA var góð í leiknum og framherjar Leiknis máttu sín lítils gegn þeim. Skagamenn sköpuðu sér þó ekki mörg dauðafæri og helstu marktilraunir þeirra voru skot fyrir utan teig. Í nokkrum þeirra þurfti Eyjólfur Tómasson að taka á honum stóra sínum án þess að uppskera fyrir það gegn Mark Doninger á 42. mínútu leiksins. Doninger slapp þá einn í gegnum vörn Leiknis og lagði boltann snyrtilega framhjá Eyjólfi. Staðan þar með 1-0 og þannig var hún enn þegar enski dómarinn James Adcock flautaði til leikhlés.

 

Leiknismenn byrjuðu seinni hálfleik ekki nógu vel og það nýttu Skagamenn sér strax. Eftir vandræðagang í vörn gestanna barst boltinn til Mark Doninger. Hann skaut í varnarmann, fékk boltann aftur og náði þá að koma boltanum yfir marklínuna með góðu skoti. Eftir markið var leikurinn nokkuð jafn og einkenndist af góðum varnarleik heimamanna og sömuleiðis hugmyndasnauðum sóknarleik gestanna. Þeir sóttu meira enda með vindinn í bakið en sköpuðu aldrei neina hættu. Leiknum lauk því með 2-0 sigri ÍA og sigurinn verðskuldaður.

 

Leiknismenn léku undir stjórn Zoran Miljkovic sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍA á árum áður en leikurinn í gær var hans fyrsti og hann hafði ekki mikinn tími til að móta liðið fyrir leikinn.

 

Næsti leikur ÍA er gegn HK á heimavelli. Síðast mættust liðin í fyrsta leik sumarsins og unnu Skagamenn þar 3-0 sigur. HK hefur líkt og Leiknir ekki enn náð að vinna sinn fyrsta sigur í sumar en þeir hafa gert fjögur jafntefli í röð síðan að Ragnar Gíslason tók við þjálfun liðsins. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Akranesvelli, föstudaginn 15. júlí klukkan 20:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is