Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 11:57

Víkingar náðu ekki að lyfta sér upp í þriðja sætið

ÍR og Víkingur Ólafsvík mættust í gær í 1. deild karla á ÍR-velli. Fyrir leikinn voru Ólsarar með fjögurra stiga forskot á ÍR og gátu með sigri lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst hinsvegar ekki því heimamenn hirtu stigin þrjú með 1-0 sigri í leik sem var mjög jafn. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur en fljótlega komust Ólsarar inn í leikinn og náðu yfirhöndinni án þess þó að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var svo á 44. mínútu að gestirnir náðu að skora eina mark leiksins, nokkuð gegn gangi leiksins. Víkingar voru þá klaufar að hreinsa boltann ekki almennilega í burtu og Guðjón Gunnarsson skoraði fyrir heimamenn. Skömmu síðar var flautað til leikhlés og staðan 1-0.

 

 

 

Guðmundur Steinn Hafsteinsson var einn besti maður Víkinga í leiknum í gær og gerði sig líklegan uppi við mark heimamanna í nokkur skipti. Í eitt skiptið átt hann hörkuskalla að marki sem varnarmenn ÍR-inga náðu að verja á marklínunni og komu boltanum í burtu. Þegar um tuttugu mínútur lifðu af leiknum komu upp tvö vafaatriði þar sem Ólsarar töldu sig eiga að fá vítaspyrnur. Fyrst var Brynjar Kristmundsson felldur í teignum en þar sem hann náði að koma boltanum fyrir markið beitti dómarinn hagnaðarreglunni. Ólsarar náðu þó ekki að gera neitt af viti með boltann eftir sendinguna og töldu sig því ekki hafa nokkurn hagnað af henni. Í seinna skiptið fleygði Guðmundur Steinn sér á eftir boltanum og reyndi að skalla hann í netið en varnarmaður ÍR-inga kastaði sér með honum og náði að trufla Guðmund þannig að hann gat ekki náð góðu skoti. Dómarinn dæmdi hinsvegar ekki neitt og leikurinn hélt því áfram.

 

Ekki gerðist meira markvert í leiknum, ÍR-ingar spiluðu síðustu mínúturnar með skynsamlegum hætti og lönduðu sigrinum.

Nú er mótið hálfnað og Víkingur situr í sjöunda sætinu með fimmtán stig. Enn er stutt í þriðja sætið en deildin er afar jöfn að undanskildu toppliðum og botnliðum.

 

Næsti leikur Víkings er gegn Haukum á útivelli. Síðasta leik liðanna lauk með 2-1 sigri Hauka og því eiga Víkingar harma að hefna. Leikurinn fer fram að Ásvöllum, föstudaginn 15. júlí kl. 20:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is