Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2011 12:50

Skapandi og skemmtilegur Draumur á Jónsmessunótt

Það er einstaklega skemmtilegt leik,- dans- og tónlistarverk í gangi í Borgarfirði. Draumurinn, gleðileikur unninn úr Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespere. Ekkert minna! Verkið er sýnt í Valfelli en Ása Hlín Svavarsdóttir er stjórnandi og handritshöfundur og er það í heild hluti af ritgerð hennar fyrir masterspróf. Draumurinn er fluttur af unglingum og fáeinum börnum úr Borgarbyggð. Frumsýningin síðasta föstudag gekk hnökralaust fyrir sig og má ýkjulaust segja að algjörir snillingar hafi skipað hvert rúm sýningarinnar. Hvert einasta barn stóð sig frábærlega sem undirstrikar fyrst og fremst góða verk- og leikstjórn Ásu Hlínar. Í svona verkefni er góður verkstjóri gulls ígildi líkt og í annarri vinnu sem unnin er með börnum og unglingum því börn læra jú það sem fyrir þeim er haft.

Þá er ekki síður mikilvægur þáttur foreldra sem lagt hafa sitt að mörkum við akstur og undirbúning síðustu vikur og mánuði. Loks skipar tónlist og dans veigamikinn þátt í sýningunni og ber glöggt vitni kraftmiklu starfi í héraðinu.

 

Þegar svona hópverkefni er annars vegar er erfitt að taka út fyrir sviga einhverja sem standa sig betur en aðrir. Gæði leiksýningar af þessu tagi er hópvinna og eins og ég sagði fyrr gekk sýningin á föstudaginn hnökralaust fyrir sig.  Draumurinn byggir á fallegum og heilmiklum texta sem krakkarnir þurftu að læra. Verkið er ástarflækja og gamanleikur sem krakkarnir fóru sérlega vel með og er bráðskemmtilegt þar að auki. Þarna komu við sögu ungmenni sem eru misjafnlega sviðsvön og almennt vön því að koma fram hvort sem það er með flutningi tónlistar, í dansi eða við önnur tilefni. Þó má ég til með að geta hressilegs leiks Guðrúnar Þóreyjar Svavarsdóttur í hlutverki Spóla handverksmanns. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir var góður Bokki hrekkjalómur og Melkorka Sól Pétursdóttir snilldar Páll Kristur handverksmaður.  Sviðsálfar  fóru einnig á kostum, en þeir voru Una María Óðinsdóttir og Klara Ósk Kristinsdóttir.

 

Verkefni eins og Draumurinn er afskaplega skapandi sumarstarf. Gott er til þess að vita að Borgarbyggð styrkti unglingana sem taka þátt í verkefninu.  Það að framkalla slíkt skapandi sumarstarf er út af fyrir sig frábært grasrótarstarf. Það eru svona verkefni sem gera menntunina fjölbreyttari fyrir unglinga og gefur þeim tækifæri til að leggja hart að sér í dansi og tónlist t.d. meðfram skólum á veturna. Þetta er framtíðar atvinnusköpun.

Verkið var frumsýnt á föstudagskvöldið. Önnur sýning var á laugardag og sú þriðja í gær, þriðjudag. Aðeins eru fáar sýningar eftir; í kvöld miðvikudaginn 13. júlí og morgun fimmtudaginn 14. júlí, og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að panta miða og sjá Drauminn í Valfelli.

 

Því má að lokum við þetta bæta að Menningarráð Vesturlands styrkti verkefnið, sem atvinnuskapandi menningarverkefni á Vesturlandi.

 

Elísabet Haraldsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is