Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2011 10:01

Segir ritdóm bera með sér einkenni fúllyndis og lítilmennsku

Síðastliðinn föstudag birtist í vikublaðinu Fréttatímanum í Reykjavík ritdómur  Páls Baldvins Baldvinssonar um Sögu Akraness. Þar fer Páll ófögrum orðum um ritverkið sem nýlega kom út í tveimur fyrstu bindunum af fjórum. Árna Múla Jónassyni bæjarstjóra á Akranesi er ekki skemmt yfir skrifum Páls Baldvins og þeim ærumeiðingum sem hann segir þar koma fram. Íhugar hann að fá lögmann bæjarins til að fara ofan í þau mál.

Í ritdómnum fer Páll Baldvin yfir efnistök og umbrot bókarinnar og finnur henni flest til foráttu. Í útdrætti Fréttatímans úr greininni segir t.d.: „Bókin er merkilegt sönnunargagn um lágt siðferðismat íslenskrar bókaútgáfu og ætti að vera fyrsta verk sýslumannsins á svæðinu að gera eintök bæjarstjórnarinnar á Akranesi upptæk í svo stóru þjófnaðarmáli. Er ekki lögregla á Akranesi?

Hér hefur tekist hörmulega til um framkvæmd og hafi þeir skömm fyrir sem að stóðu.“ Lokaorð Páls Baldvins eru svo þessi: „Saga Akraness Fyrsta bindi er merkilegur minnisvarði um vanhugsaðan undirbúning, óvandaða vinnu og óvandaða tilraun til að smíða sögukenningu sem ekki er fótur fyrir.“

 

Ekki snefill af fræðimennsku

Árni Múli Jónasson segir að Páll hafi kosið að líta svo á að hann hafi samið ritdóm um Sögu Akraness en það telji hann af og frá að hann hafi gert. „Í þessum skrifum Páls er nefnilega ekki snefill af fræðimennsku en hellingur af fúlmennsku og dágóður slatti af lítilmennsku líka. Mér sýnist Páll af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa ákveðið að éta gagnrýnislaust upp þruglið sem bloggari einn hér í kaupstaðnum hefur staðið fyrir linnulítið undanfarnar vikur. Þetta er því alls ekki ritdómur heldur skítkast sem lýsir mjög litlum metnaði en allt of mikilli sjálfsánægju og mjög miklum hroka, yfirlæti og lítilsvirðingu og ekki aðeins gagnvart höfundi sögunnar, ritnefnd og útgefanda, heldur gagnvart öllum Akurnesingum,“ segir Árni Múli.

 

Bæjarstjórinn hvetur því fólk sem fyrr eindregið til að neita sér ekki um þá miklu ánægju sem felst í að skoða Sögu Akraness og dæma hana eftir það sjálft. „Ég er viss um að fólk mun þá komast að því að þetta er mjög flott, áhugavert og skemmtilegt rit og það má alls ekki láta þá sem stunda ábyrgðarlaust niðurrifsnöldur í tómstundum sínum eða í atvinnuskyni komast upp með að spilla ánægju okkar af því. Páll spyr í „ritdómi“ sínum hvort það sé ekki lögregla á Akranesi. Við sem þar búum vitum að það er fín lögregla á Akranesi. En það er hins vegar spurning hvort ekki séu í landinu lög og reglur sem verja fólk fyrir ærumeiðingum eins og þeim sem er að finna í þessum makalausa „ritdómi“ Páls Baldvins og mun ég fela lögmanni að skoða það vel,“ segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is