Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2011 08:01

Samráðshópur skipaður um vegagerð í Reykhólahreppi

Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála tilkynnti á fundi í Bjarkalundi í Reykhólasveit fyrir viku að hann hefði ákveðið að skipa samráðshóp sem skuli móta tillögur um staðsetningu framtíðarvegar um Gufudalssveit og Múlasveit í A-Barðastrandarsýslu. Er hópnum ætlað að komast að niðurstöðu um hagkvæma leið sem sátt verði um en Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarstjórnir Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Reykhólahrepps hafa mælt sterklega fyrir láglendisleið og hafa ítrekað ályktað um nauðsyn þess að fá ákvörðun um framtíðarlegu vegarins sem og að framkvæmdir hefjist.Verður hópnum ætlað að skoða hlutina upp á nýtt með opnum huga og skoða allar leiðir í þeim efnum, jafnt þær sem þegar hafa verið lagðar fram og aðrar.

 

 

 

Á vef innanríkisráðuneytisins segir að lengi hafi staðið fyrir dyrum að endurbæta Vestfjarðarveg nr. 60, einkum kaflann á milli Vatnsfjarðar og Kollafjarðar, þar sem unnið sé að uppbyggingu heilsársvega. Á austasta hluta þeirrar leiðar, milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar, séu erfiðustu hjallarnir en þar hafa verið uppi nokkrar hugmyndir um framtíðarvegastæði meðal annars um láglendi með þverun fjarða. Sú vegarlagning hafi hins vegar mætt andstöðu og ekki fengist samþykkt í umhverfismati. Var hún dæmd ólögmæt með dómi hæstaréttar árið 2009 og þar með ákvörðun þáverandi umhverfisráðherra um að heimila vegarlagninguna.

Á vef Reykhólahrepps kemur fram að Ögmundur útiloki ekki að veglína verði um Teigsskóg og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð gangi sú leið ekki gegn umhverfismati. Mest aðkallandi segir ráðherra að ljúka Vestfjarðavegi um Barðastrandarsýslu og höggva á þann hnút sem er vegna deilna um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi. Ráðherrann hvetur til þess að allir komi fordómalaust og með opnum huga að borðinu og segir að það kosti einnig mikið rask að endurbyggja veginn yfir hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Það muni kosta verulegt rask og verði að horfast í augu við það líka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is