Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2011 01:29

Útivistarparadís fjölskyldunnar í Garðalundi

Búið er að setja upp mini-golfvöll í Garðalundi á Akranesi, á grasflötinni við innganginn í lundinn. Þar með bætist við enn ein nýjungin í skógræktinni í sumar en þann 17. júní sl. var nýr grill- og útikennsluskáli tekinn í notkun í lundinum. Um leið var tréhestum Guðmundar Sigurðssonar, handverksmanns og þúsundþjalasmiðs komið fyrir við skálann en hestunum kemur til með að fjölga enn frekar á næstu dögum. Þessi listaverk Guðmundar eru hugsuð sem leiktæki fyrir börn og eru unnin úr trjábolum úr Skorradal.

 

 

 

 

Þá er búið að koma upp sjö mini-golf brautum og standa vonir til að þeim komi til með að fjölga í sumar. Það er Trésmiðjan Akur sem hefur annast hönnun og uppsetningu brautanna. þær verða opnar þeim sem leggja leið sína í Garðalund í sumar endurgjaldslaust en áhugasamir verða þó að mæta með kylfur og kúlur meðan reynsla fæst á verkefnið.

Frísbí-golf er íþrótt náskyld hefðbundnu golfi en frábrugðin að því leyti að keppendur kasta frisbí diskum eftir ákveðnum brautum með það að markmiði að koma diskunum í þar til gerðar körfur, þannig að þeir bestu í greininni fara væntanlega „körfu í kasti“ meðan æðsta takmark í hefðbundnu golfi er að fara „holu í höggi“. Stefnt er að því að á næstu dögum verði komið upp slíkri braut í Garðalundi. Einnig verður komið upp í lundinum „dótakassa“ en í honum verða alls kyns leikir og tæki til skemmtunar, svo sem kubb og aðrir kastleikir, frisbídiskar og krokkett. Frá þessu segir á vef Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is