Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2011 09:01

Dýrfinna opnar sýningu í Ólafsvík

“Ég var upphaflega með þessa sýningu í desember á Akranesi. Svo höfðu þeir samband við mig frá Snæfellsbæ og báðu mig um að setja hana upp í Átthagastofunni,” segir gullsmiðurinn Dýrfinna Torfadóttir um skartgripasýninguna „Fiska og fínheit” sem verður opnuð í Átthagastofu Snæfellsbæjar um helgina.  Sýningin er einskonar óður til þeirra sem starfa í fiskiðnaði á Íslandi, en Dýrfinna kemur úr sjómannsfjölskyldu og hefur sjálf starfað sem fiskverkakona. „Ég fór með Guðmund Bjarka Halldórsson, ljósmyndara, í HB Granda þar sem hann tók myndir af starfsfólkinu með gripina. Ég lét starfsfólkið vera með gripi sem mér fannst passa hverjum og einum, gripi sem ég myndi halda að það hefði verslað sér sjálft,” segir Dýrfinna. Undirstaðan í skartinu á sýningunni er silfur en einnig notast Dýrfinna mikið við fiskiroð af karfa, þorski, hlýra og laxi.

Sýningin verður opnuð í Átthagastofunni í Ólafsvík á morgun, laugardaginn 16. júlí og verða gripirnir til sýnis ásamt ljósmyndum Guðmundar Bjarka Halldórssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is