Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2011 12:58

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju á sunnudaginn

Á sumartónleikum Stykkishólmskirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 16 koma fram þau Hólmfríður Friðjónsdóttir sópransöngkona, Gunnar Þorgeirsson óbóleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari. Á fjölbreyttri efnisskránni eru þýsk og frönsk sönglög eftir F. Schubert, J. Brahms, E. Satie og J. Massenet svo og lög fyrir sópran og óbó eftir breska tónskáldið R. Vaughan Williams. Þá verða flutt verk fyrir óbó og píanó eftir Bretann Gordon Jacob og F. Reizenstein sem var þýskur en starfaði lengst af í Bretlandi. Einnig verða íslensk sönglög á efnisskránni  þar sem óbóið gegnir nýstárlegu hlutverki í óformlegum útsetningum. 

Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 16 á sunnudag. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1000 en kr. 800 fyrir eldri borgara og frítt fyrir börn yngri en 16 ára. 

Hólmfríður Friðjónsdóttir er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hún hóf tónlistarnám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í klassískum gítarleik hjá Símoni H. Ívarssyni. Söngnám hóf hún hjá Guðrúnu Tómasdóttur í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og síðar hjá John A. Speight í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. 8.stigi í söng lauk Hólmfríður frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1996 undir leiðsögn Ruthar L. Magnússon. Hún hefur haldið einsöngstónleika á Íslandi, í Budapest í Ungverjalandi og í Toulouse og Rabastens í Frakklandi. Hólmfríður er BA í þýsku og málvísindum frá HÍ og kennir þýsku við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði auk þess sem hún kennir söng o.fl. við Tónlistarskóla Stykkishólms.

 

Gunnar Þorgeirsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík.  Hann útskrifaðist með burtfararpróf í óbóleik og blásarakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1994.  Gunnar stundaði framhaldsnám í barokktónlist og lærði á barokkóbó í Conservatorium van Amsterdam hjá Alfredo Bernardini, og Conservatoire Supérieur de Paris hjá Michel Henry.  Hann spilar með reglulega með

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands  og Bachsveitinni í Skálholti.  Gunnar hefur leikið með ýmsum hópum sem spila barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Hann hefur kennt við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Skagafjarðar og frá haustinu 2010 við Tónlistarskóla Stykkishólms.

 

Guðríður Steinunn Sigurðardóttir útskrifaðist með einleikarapróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og lauk meistaraprófi í píanóleik 1980 frá Michigan háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Það sama ár hlaut hún fyrstu verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society of Musical Arts. 1984 til 1985 sótti hún einkatíma í píanóleik í Köln í Þýskalandi og hefur tekið þátt í fjölmörgum tónlistarnámskeiðum. Guðríður hefur haldið tónleika um allt land, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram á tónleikum með fjölda tónlistarmanna. Erlendis hefur hún leikið í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á öllum Norðurlöndunum. Auk tónleikahalds kennir Guðríður píanóleik við tónlistarskólana í Reykjavík og Kópavogi . Hún lauk MBA námi frá Háskóla Íslands 2007.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is