Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2011 06:48

Fjölmenni á Farmal fagnaði á Hvanneyri

Farmal fagnaðurinn var haldinn á Hvanneyri síðastliðinn laugardag. Veður var með besta móti; oftast sól og þægilegur vindur sem feykt gat burtu útblæstri hinna öldnu dráttarvéla sem fylltu hlöð og stæði milli gömlu bygginganna á Hvanneyri milli þess sem ekið var í skrautakstri og til þrælasláttar. Fjölmenni úr öllum landshlutum sótti hátíðina en áætlað er að um hálft þúsund gesta hafi mætt á Hvanneyrarstað. Fjöldi aðkomuvéla voru sýndar auk véla Landbúnaðarsafnsins og voru Farmalar og aðrir Nallar þar í öndvegi. Að þessu sinni stilltu Fergusonar sér hæversklega til hlés þar sem þeir spiluðu ekki aðalhlutverkið að þessu sinni, en voru við öllu búnir sem fyrr. Heldur bættist svo í litaflóru safnmuna á laugardaginn þegar hjónin Guðfinna Guðnadóttir og Þórarinn Skúlason bændur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal færðu Landbúnaðarsafninu að gjöf forláta heiðbláan Ford 3000 dráttarvél árgerð 1975; glæsilega við haldið þrátt fyrir að vera hokin reynslu tæplega tíu þúsund vinnustunda á túnum Einars bónda Pálssonar og síðar þeirra hjóna eftir að þau tóku við búrekstri á Steindórsstöðum árið 1988. Vél þess var upphaflega sýningarvél hjá Þór.

 

 

 

Dagskráin á Farmal fagnaði hófst með formlegri útgáfu á nýrri bók eftir Bjarna Guðmundsson sem nefnist Alltaf er Farmall fremstur. Þar gerir Bjarni ítarlega grein fyrir tilurð og sögu Farmalsins og annarra Nalla hér á landi. Það er bókaútgáfan Uppheimar sem gefur bókina út og má geta þess að bílfarmur af henni seldist á staðnum. Vafalaust á bókin eftir að fá góðar viðtökur líkt og Ferguson bókin sem sömu aðilar stóðu að.

 

Farmal A og Cub voru svo í öndvegi þegar sleginn var þrælasláttur á túninu austan við kirkjugarðinn á Hvanneyri. Valdir höfðu verið nokkrir Farmalar með áföstum greiðusláttuvélum og slegið var hnökralaust túnspilda að viðstöddu fjölmenni. Eftir að valdar höfðu verið fegurstu Nallar og Farmalar dagsins úr röðum sýningarvéla var haldið í mikinn skrautakstur um Hvanneyrarengi. Þar tók þátt auk Nalla og Farmala, aðrar dráttarvélar af ýmsum gerðum auk Willys jeppa Jóa á Skarfsstöðum, af árgerð 1946.

 

Meðal annarra dagskrárliða þennan ágæta dag má nefna að Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri og hans fólk kynnti olíuvinnslu úr repjufræi. Guðrún Bjarnadóttir kynnti jurtalitun á garni auk þess sem gestir gátu skoðað Landbúnaðarsafnið og Ullarselið sem smekkfullt er af haglega gerðu handverki. Í gömlu Skemmunni gátu síðan gestir gætt sér á rabarbaragraut, vöfflum og öðru góðmeti.

 

Sjá fjölda mynda í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is