Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2011 09:01

Selflutti þrjú þúsund manns yfir beljandi Múlakvísl

Ekki fer á milli mála að þeir sem komu að brúargerð yfir Múlakvísl og tengdri vinnu vegna rofs á hringveginum í síðustu viku unnu kraftaverk. Einungis viku eftir að brúin yfir jökulfljótið sópaðist í burtu í spýju frá Mýrdalsjökli var búið að byggja nýja brú og hleypa á umferð að nýju. Sjálf brúarsmíðin tók einungis fjóra sólarhringa og er það vafalítið Íslandsmet. Á meðan á brúarsmíðinni stóð voru nær samfelldir flutningar á fólki og farartækjum yfir ána sem gengu vel fyrir utan eina festu snemma í liðinni viku. Fimm bílar fluttu ökutækin yfir ána og á þriðjudagskvöldinu, eftir að rútan hafði fests í ánni og ferðamönnum bjargað af þaki hennar, var öflugur trukkur frá Sæmundi Sigmundssyni í Borgarnesi kominn á svæðið. Sá bíll var síðan í stöðugum flutningum á fólki allt til vígslu brúarinnar á laugardaginn. Ökumaður í þessum 25 ára gamla Man bíl Sæmundar var Jóhannes Berg.

Rætt er við Jóhannes í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is