Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2011 10:15

Vilja hækka verð þrátt fyrir samdrátt

Bændasamtökin hafa nú tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur fyrir júní. Í samantektinni kemur fram að sala á nautakjöti var 11,7% minni en hún var á sama tíma í fyrra. Þá er ársfjórðungssalan 2,7% minni. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda en skýringuna á þessum sölusamdrætti má fyrst og fremst finna í framleiðslusamdrætti. Heildarframleiðsla á nautakjöti síðastliðna 12 mánuði nam 3.785 tonnum, en alls voru framleidd 26.606 tonn af kjöti á landinu öllu. Hlutdeild nautakjöts nemur því 14,2 prósentum.

 

 

 

 

Þrátt fyrir þennan samdrátt vilja kúabændur hækka afurðaverð á nautakjöti samkvæmt tilkynningu frá LK. Skemmst er að minnast þess að sauðfjárbændur tilkynntu nýlega um fjórðungshækkun á viðmiðunarverði lambakjöts. Nú hafa kúabændur tekið undir og telja innistæðu fyrir verðhækkun á nautakjöti. Sé litið til annarra kjöttegunda í framleiðslu- og sölutölum Bændasamtakanna kemur í ljós að heildarsalan hefur dregist saman síðastliðna tólf mánuði um 2,4 prósent. Engin kjöttegund sýnir nú söluaukningu frá fyrra ári, sem er ný staða. Enn er mest sala á alífuglakjöti á landsvísu eða 6.930 tonn (29,6%), þar á eftir kemur kindakjöt með 6.184 tonn (26,4%) og þá svínakjöt með 6.013 tonn (25,6%).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is