Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2011 10:38

Þróttur R. engin fyrirstaða fyrir Skagamenn

Skagamenn mættu Þrótturum í Laugardalnum í gærkvöldi þegar liðin áttust við í 13. umferð fyrstu deildar karla. Þróttarar voru fyrir leikinn í fjórða sæti, 14 stigum á eftir ÍA og þurftu á sigri að halda til þess að eiga möguleika á að halda í við lið Selfoss sem er í öðru sætinu. Fjöldi stuðningsmanna ÍA mætti á leikinn og voru þeir í meirihluta á vellinum. Þeir létu vel í sér heyra og sungu meðal annars um það hversu mikið „Pepsi-bragð” þeir finndu af leik liðsins, gestum vallarins til mikillar kátínu.

 

 

 

 

Þróttarar virtust vera tilbúnir í slaginn og mættu Skagamönnum af mikilli hörku í byrjun leiksins. Skagamenn fengu að vera með boltann og sóttu en þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér færi því vörn Þróttar var föst fyrir og gaf fá færi á sér. Á 27. mínútu brast stíflan hinsvegar þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði með góðu skoti úr vítateig Þróttara. Þá virtist allur vindur úr Þrótturum því ÍA skoraði aftur eftir einungis tvær mínútur. Þar var á ferðinni Ragnar Leósson sem nýtti tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu vel, en Hjörtur Hjartarson gat ekki spilað með vegna meiðsla og Ragnar því inn í hans stað. Staðan var 0-2 í hálfleik og ekkert í leik Þróttarar sem benti til að þeir myndu valda gestunum erfiðleikum í seinni hálfleik.

Sú varð raunin því Skagamenn keyrðu gjörsamlega yfir heimamenn og skoruðu fjögur mörk til viðbótar. Fyrstur var Gary Martin sem skoraði eftir frábæra fyrirgjöf Mark Doninger frá hægri kantinum. Doninger og Arnar Már fengu að spila á milli sín gjörsamlega óáreittir á miðjunni þangað til Doninger sendi boltann fyrir markið og Þróttarar virtust algjörlega kraftlausir. Næst var komið að þætti Ólafs Vals Valdimarssonar sem sýndi mikla markagræðgi í tvígang. Í fyrra markinu pressaði hann varnarmenn Þróttar sem léku boltanum á milli sín og það skilaði árangri því hann komst inn í mjög svo slaka sendingu heimamanna. Snæbjörn Valur Ólafsson í marki Þróttar kom engum vörnum og Ólafur skoraði auðveldlega framhjá honum, án þess að nokkur varnarmaður kæmist nálægt honum.

Í seinna markinu kom andleysi Þróttar best í ljós. Eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum var varnarmaður Þróttar í góðri stöðu til þess að hreinsa boltann í burtu frá Ólafi sem var í bakinu á honum. Í stað þess að skalla boltann í burtu ákvað hann að taka boltann á bringuna og Ólafur Valur var mjög klókur, hljóp framhjá honum og skallaði boltann í netið þegar hann skoppaði af bringu Þróttarans. Staðan orðin 0-5 eftir klukkutíma leik og Skagamenn voru mun líklegri til þess að bæta við, á sama tíma og Þróttarar áttu engin teljandi færi. ÍA bætti við einu marki áður en yfir lauk þegar varamaðurinn Einar Logi Einarsson skoraði gott mark, lokastaðan því 0-6 fyrir gestina.

 

Næsti leikur liðsins er toppslagur gegn Selfossi, þriðjudaginn 26. júlí klukkan 20. Leikurinn fer fram á Akranesvelli og ljóst er að með sigri í þessum leik fer Skagaliðið langt með að gulltryggja sér sæti í Pepsi deildinni á næsta keppnistímabili, ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is