Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2011 11:22

Akurnesingar tekjuhæstir Vestlendinga

Í síðasta tölublaði Vísbendingar var kannað hverjar tekjur landsmanna eru í hinum ýmsu landshlutum. Þar eru birt gögn frá Ríkisskattstjóra um hvernig tekjur landsmanna skiptust eftir skattaumdæmum árið 2008, en ekki eru til nýrri tölur því landinu var breytt í eitt skattaumdæmi árið 2009. Launin eru hæst að meðaltali hjá þeim sem búa í gamla Reykjanesumdæminu en í því eru nágrannasveitafélög Reykjavíkur, Akranes þar með talið, og Suðurnes. Höfuðborgin er síðan í öðru sæti.

Sé litið á launatekjur og tekjur alls í einstökum byggðarlögum árið 2008 sést að íbúar Seltjarnarness eru tekjuhæstir landsmanna en af byggðarlögum á Vesturlandi eru Akurnesingar tekjuhæstir í níunda sæti á landsvísu. Snæfellsbæingar eru síðan í 11. sæti en íbúar Borgarbyggðar eru hins vegar með þeim tekjulægstu á landinu. Þess ber að geta að einungis sveitarfélög með meira en 1.200 íbúa voru skoðuð.

 

 

 

 

Niðurstaðan er sú að árið 2008 voru tekjur hlutfallslega meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og þar af leiðandi greiddu íbúar þess hærri skatta að jafnaði. Ekki kemur þó fram hve stór hluti af útgjöldum ríkisins fer til einstakra byggðarlaga enda stór hluti þeirra ekki markaður einstökum byggðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is