Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2011 08:01

Berjaspretta sein af stað í ár

Nú þegar komið er fram yfir mitt sumar fari margir að velta fyrir sér hvernig berjasprettan sé. Sveinn Rúnar Hauksson læknir er mikill áhugamaður um berjatínslu og berjavinnslu. Hann segir horfur á berjasprettu tvísýna almennt á landinu. Verði sumarið hins vegar skaplegt það sem eftir lifir þess geti landsmenn þó farið að líta eftir berjum þegar líða fer á ágústmánuð og verði það okkur hliðhollt megi gera ráð fyrir að berin endist fram undir miðjan september.  Segir hann að miðað við undanfarin sumur megi segja að berjaspretta sé rúmum þremur vikum seinni á ferðinni nú í sumar.

 

 

 

 

Sveinn segir þó jákvætt að vegna þess hve sumarið hefur verið kalt hafi hann minna frétt af eyðileggingu lyngs vegna ágangs birkifeta en lirfur þess leiða kvikindis hafa undanfarin sumur víða lagt berjaland undir sig og skilið eftir brún og visin berjalyng.  Vestlendingar geta því huggað sig við að verði veðurguðirnir okkur hliðhollir það sem eftir lifi sumri geti þeir farið að líta til fjalla en vel lítur út með bláberjasprettu á Vesturlandi þó líkur séu á að eitthvað verði minna af krækiberjum en undanfarin ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is