Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2011 03:01

Fjölgun útlendinga í ár felst einkum í fleiri millilendingum

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í júní síðastliðnum fóru ríflega 20% fleiri um Leifsstöð miðað við sama mánuð 2010. 23% aukning mælist þegar einnig voru taldir með gegnumstreymisfarþegar um Leifsstöð sem eiga einungis örstutt stopp. Í frétt Ferðamálastofu segir að ef fram haldi sem horfi megi búast við metfjölda erlendra ferðamanna í sumar. Það sem af er sumri virðist þó sem þessi fimmtungs aukning erlendra ferðamanna sé ekki að skila sér í aukningu á landsbyggðinni þar sem ferðasumarið það sem af er virðist vera í slöku meðallagi. Þessi mikla aukning útlendinga hingað til lands skýrist því að miklu leyti af gestum sem eiga mjög stutt stopp og fara flestir aldrei út fyrir Reykjanesið.

 

 

 

 

Í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag er rætt við Rósu Björk Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vesturlands og Margréti Björk Björnsdóttur atvinnuráðgjafa hjá SSV um ferðasumarið á Vesturlandi. Þar segir Rósa Björk meðal annars að þessi 20% aukning um Leifsstöð sé ekki að skila sér til landsbyggðarinnar. Aðalástæða þessarar aukningar séu „Stopp over“ farþegar sem eiga mjög stutta viðdvöl á Íslandi. Umferð um Ísland sem millilendingarstaðar á milli Evrópu og Ameríku hafi aukist til muna og hafi aldrei verið meiri en í ár. Farþegarnir fari í stuttar ferðir í Bláa lónið o.s.fv. sem skili sér engan veginn á landshlutana, hvorki Vesturland né aðra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is