Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2011 09:30

Baldur siglir fyrir Herjólf

Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af í siglingum sínum til og frá Vestmannaeyjum í september á meðan skipið fer í slipp erlendis.  Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða, sem rekur Baldur, sagði í samtali við Skessuhorn að á meðan verði siglt á Særúnu, 26 metra löngu skemmtisiglingaskipi Sæferða, til Flateyjar þrisvar til fjórum sinnum á viku en engar ferðir verði farnar yfir á Vestfirði. „Við höfum gert þetta tvisvar áður, bæði árið 2007 og 2009, þegar Herjólfur fór í slipp. Þá höfum við leyst hann af í tvær vikur en nú þarf að lagfæra meira en áður og verða vikurnar því fjórar að þessu sinni.“

 

 

 

 

Siglingastofnun bíður nú svars frá innanríkisráðherra um hvort nýta megi Baldur á siglingaleiðinni milli lands og Eyja. Skipið er ekki með leyfi til að sigla um úthaf og því þarf að veita undanþágu eða setja skilyrði um ölduhæð og veðurfar. „Siglingasvæðum er skipt í A, B, C og D svæði. Baldur er með leyfi til að sigla á svæði C í Breiðafirðinum, en leiðin á milli Íslands og Vestmannaeyja er svæði B. Við höfum engar áhyggjur af Landeyjarhöfn og munum sigla í jafnhárri ölduhæð og Herjólfur. Baldur hentar í raun betur til að sigla í höfnina en Herjólfur, því skipið ristir ekki eins djúpt. Baldur ristir einungis 2,7 metra en Herjólfur 4,5,“ segir Pétur.

Hann segir ýmsa hagsmuni hafa ráðið því að farið var af stað í þetta verkefni. „Töluvert hefur verið skorið niður í styrkjum til Breiðafjarðarferjunnar og verðum við að leita allra leiða til að bæta okkar hlut. Auðvitað viljum við sinna okkar viðskiptavinum, en þetta er þó besti tíminn til að gera þetta. Það er ekki enn kominn vetur, og vegir á Vestfirði því vel færir, og þá er sumartraffíkin að mestu búin,“ sagði Pétur Ágústsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is