Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2011 01:01

Atvinnuleysi minna en á sama tíma í fyrra

Samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofu Íslands voru á öðrum ársfjórðungi þessa árs 15.800 manns án atvinnu eða um 8,5% atvinnubærra manna og kvenna á landinu. Er það fækkun um 400 manns frá sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Atvinnuleysið er hlutfallslega mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára eða 18,6%. Hjá þeim sem eru á aldrinum 24-54 ára var atvinnuleysi 6,4% og 5,4% hjá þeim sem eru 55-74 ára.

Á heildina litið hefur atvinnuleysi minnkað frá sama tíma í fyrra. Hlutfallskipting atvinnulausra flokkað eftir lengd þess tíma sem þeir hafa verið án vinnu hefur þó breyst frá síðasta ári og hefur þeim sem falla undir skilgreiningu langtímaatvinnulausra fjölgað úr 16,9% á öðrum ársfjórðungi 2010 í 24,7% í lok annars ársfjórðungs nú í ár. Fjöldi langtímaatvinnlausra svarar til 2,1% af heildarfjölda vinnubærra á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is