Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2011 02:14

Ungmennabúðir Lions í Grundarfirði

Undanfarnar þrjár vikur hafa tíu ungmenni á vegum Lions dvalið hérna á Íslandi undir góðu yfirlæti. Fyrstu vikuna voru þau í heimagistingu í Eyjafirði og svo tvær vikur í Grundarfirði. Þetta er liður í ungmennaskiptum Lions. Eitt ungmenni frá Grundarfirði fór til Hollands og svo fóru ungmenni frá hinum Lionsklúbbunum en þessi ungmennaskipti eru árlegur viðburður hjá Lions. Þetta árið var komið að Lionsklúbbi Grundarfjarðar að halda ungmennabúðir. Jóhann Þór Ragnarsson sá um að skipuleggja alla dagskrána fyrir ungmennin og höfðu þau í nógu að snúast í þær tvær vikur sem þau voru hér í Grundarfirði. Það var meðal annars farið í Vatnshelli, Flatey, safnaferð í Stykkishólm, Arnarstapa, Bjarnarhöfn og margt fleira. Krakkarnir voru himinlifandi með þessa ferð þegar þau mættu í útvarpsþátt hjá Útvarpi Grundarfjarðar í dag en það er síðasti dagurinn þeirra hérna á landinu. Krakkarnir eru frá Slóveníu, Eistlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Hollandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is