Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2011 11:15

Kjarasamningar samþykktir á Akranesi

Kosningu um nýgerðan kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Launanefnd sveitarfélaga lauk kl. 16:00 í gær og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta þeirra sem kusu. En af þeim sem höfðu kosingarétt sögðu 90% já og 10% nei. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness. Með þessu hefur félagið gengið frá nánast öllum sínum kjarasamningum en eingungis á eftir að ganga frá launaliðnum fyrir starfsmenn Norðuráls. Á síðunni segir ennfremur að forsvarsmenn Norðuráls hafi hafnað öllum hugmyndum félagsins til lausnar á þeirri deilu og bjóða aðeins það sama og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði. Þeir séu með öðrum orðum ekki til í það að skila þeim mikla ávinningi sem fyrirtækið hefur notið vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stórhækkaðs álverðs. Krafa félagsins sé hins vegar að starfsmenn Norðuráls fái sömu launahækkanir og starfsbræður þeirra í Fjarðaáli. Launamunur milli þessara fyrirtækja nemi frá tæpum 70 þúsundum upp í rúm hundrað þúsund á mánuði fyrir sömu vinnu og sama vinnutíma. Næsti fundur í þessari kjaradeilu er 22. ágúst næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is