Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2011 01:32

Spenna í 3.deild karla

Eftir úrslit gærkvöldsins í C-riðli 3.deildar karla er ljóst að gríðarleg spenna verður í lokaumferðum mótins og mikil barátta er framundan um sætin tvö sem gefa þátttökurétt í úrslitakeppninni. Berserkir báru sigurorð af Kára í hörkuleik sem endaði 4-3. Fyrir leikinn höfðu Káramenn eins stiga forskot á Berserki en eftir leikinn eru þeir síðarnefndu með tveggja stiga forystu og eru í þriðja sæti. Álftanes hefur líkt og Kári, 21 stig og situr í öðru sæti með betri markatölu auk þess sem liðið á leik til góða. Á toppnum eru Grundfirðingar sem einnig eiga leik til góða og hafa 22 stig. Öll fjögur efstu liðin eiga því góða möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Álftanes mætir Skallagrími í kvöld en Borgnesingum hefur ekki gengið vel í sumar og eru í sjötta sæti með tíu stig. Þeir geta hinsvegar hjálpað nágrönnum sínum á Vesturlandi með sigri á Álftanesvelli í kvöld. Grundarfjörður fær Ísbjörninn í heimsókn í kvöld en þeir síðarnefndu eru langneðstir og hafa einungis krækt í eitt stig í sumar. Með sigrum geta bæði Álftanes og Grundarfjörður komið sér betur fyrir á toppnum og styrkt stöðu sína verulega.

 

Í gær mættust sem fyrr segir, Berserkir og Kári í hörkuleik. Gísli Freyr Brynjarsson kom Kára yfir en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og í hálfleik var staðan 2-1. Þeir juku síðan forystuna í 3-1 og virtust ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Káramenn voru þó ekki á þeim buxunum því þeir jöfnuðu með mikilli baráttu. Mörkin skoruðu þeir Almar Björn Viðarsson og Valdimar K. Sigurðsson.  Fyrirliðinn Elínbergur Sveinsson fékk síðan að líta rauða spjaldið og Káramenn léku því bróðurpartinn af seinni hálfleik einum manni færri. Á lokamínútunum náðu Berserkir síðan að knýja fram sigur, Káramönnum til mikillar gremju. Næsti leikur Kára er gegn Ísbirninum, miðvikudaginn 27.júlí kl. 20 á heimavelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is