Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2011 01:56

Borgarbyggð bregst við fjölgun refa

Skessuhorn greindi nýlega frá því að refum færi fjölgandi í uppsveitum Borgarfjarðar, lítið væri gert til að vinna á henni og því dreifi hún sér sökum fjölgunar í stofninum. Í kjölfar þessara umræðna kallaði byggðarráð Borgarbyggðar eftir upplýsingur frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um veiðarnar. Í þeirri samantekt má sjá að á tímabilinu 2001-2009 er aukning á fjölda refa sem veiddir voru í sveitarfélaginu. Árið 2001 voru veiddir 326 refir, en mest var veitt af ref árið 2008 eða 476 dýr. 

Árið 2009 dró Borgarbyggð hins vegar úr fjárveitingu til refa- og minkaveiða og á sama tíma var skipulagi veiðanna breytt. Síðastliðin tvö ár hafa verið veiddir á vegum sveitarfélagsins vel á þriðja hundrað refir og hefur kostnaður sveitarfélagsins vegna refa- og minkaveiða verið um fjórar milljónir á ári, auk þess sem ríkið hefur veitt sveitarfélaginu framlag í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna veiðanna. Framlag ríkisins til Borgarbyggðar hefur verið um ein milljón á ári undanfarin tvö ár. Árið 2011 er gert ráð fyrir að svipaðri upphæð verði varið til veiðanna af hálfu Borgarbyggðar, en hins vegar hefur ríkið hætt að greiða sveitarfélögum framlag vegna refaveiða og mun aðeins greiða framlag vegna minkaveiða.  

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur nú falið landbúnaðarnefnd að endurmeta tilhögun refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is