Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2011 04:25

Víkingar og Fjölnismenn skyldu jafnir á Ólafsvíkurvelli

Víkingar og Fjölnismenn áttust við í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli síðastliðið föstudagskvöld þar sem liðin skyldu jöfn, 2-2. Blíðskapar veður var í Ólafsvík og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Leikurinn fór rólega af stað og það var ekki fyrr en tæplega 20 mínútur voru liðnar af leiknum þegar fyrsta alvöru færi leiksins leit dagsins ljós. Þá átti Guðmundur Magnússon sem nýlega gekk í raðir Víkinga skot sem endaði í þverslánni á marki Fjölnis. Ágúst Þór Ágústsson vann boltann glæsilega og Fjölnismenn spiluðu sig í gegnum flata vörn heimamanna og Ómar Hákonarson kom boltanum framhjá Einari í markinu. Staðan 0-1 fyrir gestina og þannig var hún þar til á 43. mínútu leiksins þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson nýtti sér mistök Hrafns Davíðssonar og skallaði boltann í netið. Staðan var því 1-1 þegar Guðmundur Ársælsson dómari leiksins flautaði til loka fyrri hálfleiks.

 Víkingar komu mun ákveðnari út í síðari hálfleik. Hrafn Davíðsson varði til að mynda lúmskt skot Guðmundar Magnússonar með miklum tilþrifum. Á 74. mínútu náðu heimamenn svo að komast yfir með marki frá Þorsteini Má Ragnarssyni. Í kjölfarið á markinu sóttu Fjölnismenn í sig veðrið en fram að þessu höfðu þeir aðeins átt eitt skot að marki sem Einar var ekki í miklum vandræðum með. Þegar rétt um fimm mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma náðu gestirnir að jafna. Varnarmönnum Víkings hafði mistekist að koma boltanum frá sem endaði með því að Kristinn Sigurðsson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn Víkinga. Hann var ekki rangstæður þar sem Artjoms láðist að koma sér í línu við vörnina og spilaði Kristinn þar með réttstæðan. Honum varð svo á engin mistök og setti knöttinn örugglega framhjá Einari í markinu. Staðan 2-2 og lítið eftir af leiknum. Bæði lið reyndu að knýja fram sigur en án árangurs. Svo fór að liðin skyldu jöfn eftir að hafa skipst á að halda forystu. Víkingar eru eftir leikinn með 16 stig og eru enn í 7. sæti. Næsti leikur Víkings er á útivelli gegn Gróttu næstkomandi þriðjudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is