Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2011 07:01

Simmi Angel skrifar undir útgáfusamning

Skagamaðurinn og tónlistarmaðurinn Sigurvin Haraldsson eða Simmi Angel eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir útgáfusamning við bandaríska útgáfufelagið Projecting Nothing Production sem er staðsett í New York í Bandaríkjunum. Fyrsta plata Simma, "Many Faces," kemur út þann 23 ágúst næstkomandi og mun hún vera til sölu á öllum helstu netverlsunum úti í hinum stóra heimi til dæmis Beatport, iTunes, Juno, Amazon og svo framvegis.

 

 

 

Simmi samdi sín fyrstu lög þegar hann var í Grundaskóla á Akranesi en hann segir áhugann hafa kviknað almennilega þegar hann eignaðist sitt fyrsta alvöru tónvinnsluforrit. „Ég gaf út lag árið 2010 sem heitir Underneath sem var svona mín fyrsta frumraun í að reyna koma tónlistinni minni á markaðinn en það lag vann ég með rapparanum Ástþóri Óðni. Þá hef ég einnig unnið með rapphljómsveitinni Stjörnuryk sem gaf út plötuna "Þetta reddast" fyrir síðustu páska. Á henni er eitt lag eftir mig en það heitir "Hverjum getur þú treyst?"

Simmi segist leggja aðaláherslu á electróníska tónlist en þá blandar hann saman mörgum mismunandi stefnum til dæmis hip hop, rokki, techno og fleiru. Þegar hann spilar sem plötusnúður á skemmtunum sé það hins vegar danstónlistin sem ræður ríkjum. Simmi segir samninginn skipta sig mjög miklu máli. „Nú hef ég fengið tækifæri til að gefa út það sem ég elska mest að gera en það er að búa til tónlist,“ sagði Simmi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is