Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2011 01:40

Sigur í dramatískum leik á Grundarfjarðarvelli

Ísbjörninn kom í heimsókn á Grundarfjarðarvöll á bæjarhátíðinni "Á Góðri Stund" síðasta föstudag. Margt var um manninn í brekkunni og mikil stemning á leiknum. Grundfirðingar byrjuðu leikinn af krafti og það voru ekki liðnar nema átta mínútur af leiknum þegar að Jón Steinar Ólafsson átti gott skot sem söng í netinu. Staðan því orðin 1-0. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grundfirðingar með tögl og haldir í leiknum og voru virkilega óheppnir að ná ekki að bæta við. 1-0 forysta í hálfleik var vel verðskulduð og síst til of lítil.

 

 

 

 

 

Í síðari hálfleik var annað uppá teningnum. Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur af seinni hálfleik þegar Ísbirnirnir fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og skora stórglæsilegt mark beint upp úr henni. Staðan því 1-1 og þetta var sem blaut vatnstuska framan í Grundfirðinga. Á 75 mínútu fá þeir svo vítaspyrnu og skora úr henni og staðan orðin 1-2 Ísbirninum í vil. Útlitið frekar dökkt hjá heimamönnum og brúnin á þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu á völlinn farin að þyngjast.

Við þetta mótlæti byrjaði sókn Grundfirðinga að eflast. Þeir voru mikið meira með boltann og sköpuðu sér nokkur færi. Það var svo á 83. mínútu að Heimir Þór Ásgeirsson kemst upp að endamörkum með boltann og sendir hann fyrir markið þar sem að einn leikmaður Ísbjarnarins var svo óheppinn að setja boltann í eigið mark og staðan því orðin 2-2 og skammt eftir af leiknum. Við þetta efldust heimamenn til muna og settu mikla pressu á andstæðingana. Sú pressa bar árangur þegar komnar voru fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar að markamaskínan Aron Baldursson nær að koma boltanum í netið eftir hornspyrnu. Þetta reyndist vera síðasta spyrna leiksins og 3-2 sigur staðreynd. Ísbirnirnir rétt ná að taka miðju áður en dómarinn flautaði leikinn af. Mikil dramatík og allt ætlaði um koll að keyra í áhorfendastúkunni. Þrjú góð stig til Grundfirðinga sem ná að halda toppsætinu með eins stigs forystu á Álftanes. Þeir eru núna komnir í 25 stig þegar að fjórar umferðir eru eftir.

Næsti leikur Grundarfjarðar er gegn Afríku á Leiknisvelli fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is