Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2011 11:47

Ævintýri Skagamanna heldur áfram

Skagamenn tóku á móti Selfyssingum í toppslag 1. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn var ÍA með 37 stig í fyrsta sæti en Selfoss var níu stigum á eftir í öðru sæti.

Aðstæður á Akranesvelli hafa oft verið betri en bæði rigning og hvassviðri settu svip sinn á leikinn. Leikmenn beggja liða voru lengi komast í takt við leikinn enda hafði rokið og blautur völlurinn talsverð áhrif á stefnu boltans.

Heimamenn léku einum færri bróðurpart leiksins eftir að Heimir Einarsson felldi Selfyssinginn Viðar Örn Kjartansson skammt fyrir utan vítateiginn á 14. mínútu. Hlaut hann rautt spjald fyrir þar sem hann var aftasti varnarmaður ÍA. Þó voru það Skagamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins en það kom á 20. mínútu. Það skoraði Englendingurinn Gary Martin eftir góða sendingu frá Hirti Júlíusi Hjartarsyni. Þetta blés hins vegar lífi í gestina og sóttu þeir hart á markið. Jöfnunarmarkið kom síðan þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Eftir nokkurt klafs í vítateig Skagamanna náði leikmaður Selfoss að koma boltanum í netið og staðan því 1-1 í leikhléi.

 

 

 

Seinni hálfleikur svipaði til þeim fyrri framan af þar sem hart var barist um boltann og við veðrið. Heimamenn komust nálægt því að skora mark úr aukaspyrnu snemma í fyrri hálfleik en markmaður Selfyssinga varði stórglæsilega spyrnuna frá Gary Martin. Svo vildu Skagamenn fá dæmt víti stuttu seinna þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson lenti saman við varnarmann í vítateig en dómarinn dæmdi ekki. Að örðu leyti var seinni hálfleikurinn bragðdaufur og hvorugt liðið líklegt til að bæta við marki.

Það var síðan á lokamínútu leiksins að heimamenn fengu dæmda aukaspyrnu rétt fyrir framan vítateiginn. Mark Doninger tók spyrnuna og boltinn flaug efst í markhornið, algjörlega óverjandi fyrir markmann Selfyssinga. Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af og þetta því sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil.

Með sigrinum styrktu Skagamenn enn betur stöðu sína á toppi deildarinnar. Eru nú með 40 stig og tólf stiga forystu á Selfoss sem situr enn í öðru sæti með 28 stig. Næsti leikur er sannkallaður nágrannaslagur gegn Víkingum Ólafsvík föstudaginn 5. ágúst á Ólafsvíkurvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is