01. ágúst. 2011 08:01
Í Bókasafni Akraness hefur staðið yfir Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. 167 börn eru skráð í lesturinn og hafa þau komið reglulega í safnið, tekið sér bækur og fengið lesturinn skráðann á Lesblaðið sitt. Nú er komið að lokum lestrarátaksins, og eru börnin hvött til að skila Lesblaði sínu í afgreiðslu safnsins, í síðasta lagi föstudaginn 5. ágúst n.k. Þann 11. ágúst kl. 14 verður uppskeruhátíð, Húllúm hæ, í bókasafninu. Þá kemur í ljós hvað börnin hafa lesið mikið í sumar.