Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2011 01:01

Afkomuhorfur ekki góðar að óbreyttu

„Staðan er einfaldlega þannig að komi ekki fjármagn inn í reksturinn er sjálfhætt þegar líða fer að hausti,“ segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli aðspurð um áframhaldandi rekstur geitabús hennar að Háafelli. Jóhanna nýtur ekki styrkja til jafns við hefðbundna bændur vegna þeirrar sérstöðu hennar að vera eingöngu með geitabúskap. Jóhanna segist fá 130 þúsund krónur á ári í svokallað stofnverndargjald frá erfðarnefnd, en það hefur verið veitt síðan 1962 þegar horfði í útrýmingu geitastofnsins á Íslandi en þegar því var komið á voru einungis 100 geitur eftir í íslenska stofninum. Styrkurinn miðast við að hver bóndi fái styrk vegna hámarks 20 geita á bú en Jóhanna var með 153 geitur á fóðrum síðasta vetur. Með kiðlingum eru yfir 300 geitur á Háafelli nú í sumar.

Jóhanna kvartar yfir litlum skilningi ráðamanna en hún hefur leitað stuðnings hjá þremur síðustu landbúnaðarráðherrum með litlum árangri. Það skjóti skökkku við þar sem eftirspurn eftir afurðum svosem kjöti geitamjólk og ostum hafi aukist undanfarin misseri. Þá segir hún það ekki til þess fallið að auka skilning og áhuga ráðamanna að ekki eru nein fordæmi fyrir búrekstri hér á landi þar sem eingöngu er byggt á geitabúskap.

„Þetta er eini bústofninn hér á Háafelli fyrir utan 30 kindur og nokkra hesta, og búskapurinn hefur alla möguleika til að vaxa og dafna en til þess þarf að koma inn fjármagn svo hægt sé að byggja upp reksturinn og aðstöðu til vinnslu afurða. Rannsóknir hafa sýnt að hollusta geitaafurða er mikil til dæmis fyrir ungabörn og magasjúklinga, kjötið er jafn fitulítið og

kjúklingakjöt og jafn prótínríkt og nautakjöt svo ég sit á illa nýttri auðlind sem hefur ekki möguleika til að vaxa eins og staðan er,“ segir Jóhanna.

Jóhanna hefur verið með geitur í 22 ár en undanfarin tíu ár hefur hún verið að rækta upp kollótt kyn geita í samvinnu við erfðarlindasetrið á Hvanneyri. Hefur talsverð eftirspurn verið eftir lífdýrum en síðan hún hóf þá ræktun hefur hún þurft að hafa búið í einangrun og ekki getað selt frá sér lífdýr vegna ákvæða í lögum um sauðfjárveikivarnir en sér fyrir endan á því á næsta ári.

Jóhanna segir markað fyrir geitakjöt, mjólk og mjólkurafurðir vera fyrir hendi en til þess að hægt sé að anna eftirspurn þyrftu fleiri bú að koma inn í greinina. „Fyrir eitt bú er ekki grundvöllur fyrir því að byggja upp dýra aðstöðu til vinnslu afurða, en mjög strangar heilbrigðisreglugerðir hér á landi auka talsvert á kostnað við uppbyggingu slíkrar aðstöðu. En vaxtarmöguleikar greinarinnar eru miklir,“ segir Jóhanna að lokum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is