Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2011 06:30

Íbúar við Heiðarbraut ósáttir við áætlanir um byggingu hótels

Íbúar við Heiðarbraut á Akranesi hafa sent frá sér bréf þar sem fram koma mótmæli þeirra við því að gamla bókasafninu við Heiðarbraut verði breytt í 65 herbergja hótel. Bréfið hefur verið sent til Skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar auk bæjarráðs.  Íbúarnir telja upp ýmsar ástæður fyrir mótmælum sínum svosem um aðgengi sjúkrabíla, aukinnar umferð um Heiðarbraut og lægra fasteignamats eigna í umhverfinu.

Um aðgengi sjúkrabíla segir að nú sé það svo að sjúkrabílar keyri Heiðarbrautina að sjúkrahúsinu. Gatan er botnlangi og því þurfa bílarnir að snúa við þegar þeir keyra frá sjúkrahúsinu. Með tilkomu hótelsins geti þær aðstæður skapast að hópferðarbílar stoppi fyrir framan aðalinngang hótelsins með þeim afleiðingum að sjúkrabílar eiga erfitt með að komast framhjá. Þá sé líklegt að hópferðarbílarnir nýti bílaplan fyrir aftan sjúkrahúsið sem snúningspunkt. Í bréfinu segir orðrétt: „Eitt og sér varðar þetta öryggi allra Akurnesinga og nærsveitarmanna.”

 

 

 

 

Þá segir í bréfinu að samkvæmt mælingum Framkvæmdastofu sé umferð um Heiðarbraut nú þegar þó nokkur eða um 418 ferðir á sólarhring. Með tilkomu hótelsins muni þær aukast um að minnsta kosti 300 á sólarhring og segja íbúarnir að engin glóra sé í því að svo mikil umferð sé um svo stutta botnlangagötu.

 

Segja að fasteignir muni lækka í verði

Íbúarnir eru líka ósáttir við þær breyttu forsendur fyrir því að búa í götunni með tilkomu hótelsins. Þeir hafi keypt sér fasteignir í þessu hverfi á þeim forsendum að það væri rólegt en segja að slíkt muni breytast með tilkomu hótelsins. Fastlega megi gera ráð fyrir ónæði frá ölvuðu fólki, hávaða og sóðaskap, sem komi til með að nýta sér sali hótelsins en íbúarnir gera ráð fyrir að á veturna verði þeir leigðir út. Þeir segja að þetta rýri einnig verðmæti fasteignanna og segjast hafa rætt við fasteignasala sem tekur undir þau orð.

Íbúarnir eru einnig ósáttir við þær áætlanir að einni hæð verði bætt við húsið og segja það óeðlilega hækkun miðað við núverandi hæðarkvóta hverfisins. Vilja þeir höfða til skynsemi þeirra fulltrúa Akranesbæjar sem þessi mál eigi öll við.

 

Hópferðabílar mega ekki stöðva við inngang hótelsins

Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu Akranesbæjar sagði í samtali við Skessuhorn að það væri ekki rétt að hópferðarbílar mættu stöðva fyrir framan inngang hótelsins á Heiðarbraut. Sérstaklega væri gert ráð fyrir því að slíkir bílar myndu stöðva í Háholti og þá einungis til þess að hleypa farþegum út eða taka þá upp í. „Rútur mega ekki stoppa á Heiðarbraut og það kæmi í hlut lögreglu að koma í veg fyrir slíkt þar sem það væri lögbrot að leggja þar,” sagði Þorvaldur sem vildi ekki tjá sig um efni bréfsins að öðru leyti. Skipulags- og umhverfisnefnd á eftir að taka þessar sem og aðrar athugasemdir til greina en kærufresturinn vegna breytinga á deiliskipulagi rennur út 2. ágúst næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is