Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2011 09:01

Sigurvegarinn í sumarmyndaleiknum

Eins og kunnugt er blésu Skessuhorn og Omnis til sumarmyndaleiks í sumar. Í hverri viku var valin ein sumarmynd sem birt var í blaðinu og hlaut ljósmyndari hverrar viku tíu þúsund króna vöruúttekt í Omnis, en aðalvinningur sumarsins var hins vegar glæsileg Canon EOS 550-D myndavél. Allir gátu tekið þátt í sumarmyndaleiknum en skilyrði voru að myndirnar væru teknar á Vesturlandi og í sumar. Tekið var fram að húmor í myndum hlyti sérstaka náð fyrir augum dómara. Mynd Reykhyltingsins Ásmundar Jósefs Sveinssonar þótti uppfylla öll skilyrði og er hann því sigurvegarinn í sumarmyndaleiknum að þessu sinni.

Myndin, sem hann nefnir „Sumarstemning,“ átti að sögn Ásmundar upphaflega að vera uppstillt hópmynd en engin leið hafi verið að halda börnunum rólegum. „Þau höfðu verið að leika sér í hafnabolta allan daginn og það var ótrúlega gaman hjá þeim. Ég stakk því upp á því að við myndum taka uppstillta íþróttamynd en þau gátu með engu móti verið kyrr. Þau voru í svo góðu skapi þannig ég leyfði þeim bara að gera það sem þau vildu og þetta var útkoman. Það á aldrei að þvinga börn í myndatöku, það kemur aldrei vel út,“ sagði Ásmundur þegar blaðamaður færði honum verðlaunin í síðustu viku.

 

Hafði meiri áhuga á myndavélinni

Ásmundur er 32 ára og uppalinn í Reykholti. Í dag býr hann í Reykjavík en segist sækja heim í sveitina við hvert tækifæri. „Þar er allt svo afslappað og rólegt en það getur aftur á móti verið ansi mikið stress hérna í höfuðborginni. Ég á góðar minningar úr Reykholti þar sem ég lék mér í íþróttum alla daga sem krakki og vonast til að setjast þar að aftur þegar ég verð eldri.“

Ásmundur segir áhugan á ljósmyndun hafa kviknað eftir að hafa útskrifast frá Kvikmyndaskólanum árið 2000. „Þá flutti ég til Berlínar og sótti um að fá að taka upp tónlistarmyndband þar í borg. Á endanum stóð valið á milli mín og eins annars en hinn fékk að lokum verkefnið. Mér var ráðlagt að kaupa mér myndavél til að læra betur að ramma inn atriðin. Eftir að hafa leikið mér aðeins með myndavélina sá ég hins vegar að ég hafði mun meiri áhuga á henni en kvikmyndatökuvélinni,“ segir Ásmundur en hann hefur nú unnið við ljósmyndun frá árinu 2006. Þá fékk hann tækifæri til að vinna hjá auglýsingastofunni Inhouse þar sem hann sérhæfði sig í innanhús myndatöku af fasteignum, verslunum, veitingahúsum og fleiru. Inhouse lagði síðan upp laupana árið 2009 og hefur Ásmundur verið sjálfstætt starfandi síðan.

 

Fikta sig áfram

„Það kom mér mjög á óvart að vinna þessa keppni en það var bróðir minn sem hvatti mig til að senda myndina inn,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð til þeirra sem langar til að spreyta sig á ljósmyndun svaraði Ásmundur: „Fyrst og fremst verður þú að hafa brennandi áhuga á myndatöku. Einnig er nauðsynlegt að hafa auga fyrir þessu en það er eitthvað sem er ekki endilega hægt að læra. Ég myndi ráðleggja fólki að fikta sig áfram í réttri röð, byrja á því að læra að skilja ljósop og hraða, og síðan koll af kolli. Sé nógur áhugi fyrir hendi ættu allir að geta lært þetta,“ sagði Ásmundur að lokum og þakkaði kærlega fyrir sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is