Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2011 02:35

Óverumenn fagna tímamótum

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi fagnar á dögunum merkum tímamótum en nú um verslunarmannahelgina verða 40 ár liðin síðan sveitin var sæmd nafnbótinni Táningahljómsveitin 1971. Í þá daga var ætíð haldið mót í Húsafelli um verslunamannahelgina og meðal viðburða var svokölluð Táningahljómsveitakeppni, sem má segja að hafi verið Músíktilraunir síns tíma. Strákarnir úr Hólminum komu, sáu og sigruðu keppnina þetta árið og hlutu um þriðjung greiddra atkvæða. „Það var ótrúleg upplifun fyrir unga stráka af Snæfellsnesi að standa á sviðinu fyrir framan allan þennan fjölda. Þetta fellur seint úr minni,“ sagði Gunnar Svanlaugsson fyrrum hljómsveitarmeðlimur Óveru í samtali við Skessuhorn. Af þessu tilefni mun hljómsveitin koma aftur saman á bæjarhátíð Hólmara, Dönskum dögum, sem haldin verður helgina 12. – 14. ágúst næstkomandi og spila lög af þessum 40 ára gamla lagalista.

 

Nánar er rætt við Gunnar Svanlaugsson um þessi tímamót í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is