Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2011 01:01

Gefa út ljóðabók með ljóðum foreldra sinna

Nýlega kom út ljóðabókin „Gengin Spor.” Bókin er gefin út af systkinunum Sigrúnu Ingibjörgu, Sigurbjörgu, Ingimar og Guðbjörgu í tilefni hundrað ára afmælis föður þeirra, Halldórs Jörgenssonar. Í bókinni má finna ljóð eftir hjónin á Sólbakka á Akranesi, Halldór og Steinunni Ingimarsdóttur sem voru dugleg að semja ljóð en flest þeirra hafa hingað til ekki verið gefin út á prenti. „Við vildum minnast þeirra með þessari bók og hún er nú aðallega hugsuð til þess að ættingjar okkar geti lesið ljóðin þeirra. Það var nú aðaláherslan en svo vatt þetta aðeins upp á sig og við ákváðum að prenta bókina í stærra upplagi til þess að selja,” sagði Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. „Þau voru mjög dugleg við að semja ljóð og skrifuðu þau niður. Við fórum svo í gegnum þau og nú höfum við gefið út þessa fallegu bók,” segir Sigurbjörg en Ingimar og Guðbjörg sáu um að velja ljóðin sem færu í bókina. Nokkur ljóð eftir Steinunni voru gefin út í bókinni „Og þá rigndi blómum” en hún var ötul við að semja ljóð og texta fyrir skólaskemmtanir auk stúkunnar Akurblóms. Halldór söng með kirkjukór Akraness í 43 ár og með karlakórnum Svönum í rúma þrjá áratugi. Hann samdi auk þess talsvert af textum fyrir Svani.

Hönnun kápu bókarinnar var í höndum barnabarns þeirra hjóna, Guðrúnar Valdimarsdóttur og þá aðstoðaði Sófus Guðjónsson við prentun. Hægt er að nálgast bókina hjá Sigurbjörgu og er áhugasömum bent á að hafa samband í síma 696-2920.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is