Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2011 09:01

Tvísýnar horfur um viðgang kríu og sjófugla almennt

Svo virðist sem kríuvarp og viðgangur kríunnar eigi allverulega undir högg að sækja á Vesturlandi sem og víða annars staðar á landinu. Rannsóknir benda til þess að viðgangur sjófugla almennt eigi undir högg að sækja víða við Íslandsstrendur. Freydís Vigfúsdóttir doktorsnemi í líffræði hefur unnið að rannsóknum á kríuvarpi á Snæfellsnesi og Melrakkasléttu en þetta er fjórða árið í röð sem fylgst er með kríuvarpi á Snæfellsnesi. Segir hún fræðimenn uggandi yfir niðurstöðum rannsókna sem gefi til kynna að varp og viðgangur sjófugla sé í hættu haldi sú þróun áfram sem verið hefur undanfarin ár. Þá segir hún að árið í ár sé það sjöunda í röðinni sem vart verður við varpbrest sjófugla, einkum á Suður- og Vesturlandi.

 

 

 

 

Segir Freydís aðal ástæður þess að kríuvarp nú sé mánuði seinna á ferðinni á Snæfellsnesi en undanfarin ár sé ekki að finna í köldu vori en mælingar benda til þess að skortur á fæðu unga sé megin orsök varpbests undanfarinna ára og virðist sem sömu orsök sé að finna á Melrakkasléttu í ár. Vörp séu minni og dreifðari, og meira sé um að dauðir ungar finnist í hreiðrum. Þá séu þeir ungar sem lifa í lélegu áskigkomulagi . Rannsóknir á fæðusamsetningu sýni að uppistaðan í fæðu kríunnar á Snæfellsnesi sé sandsíli. Útlit er ekki gott með að þeir ungar sem lifi enn, verði í nógu góðu áskigkomulagi áður en krían leggur upp í langferð til Suðurskautslandsins með haustinu.

Aðspurð segir Freydís ekki gott að gera sér grein fyrir endanlegri útkomu varps og fjölda í stofni, nema með ýtarlegum rannsóknum. Erfitt getur verið að mæla alvarleika málsins, vegna lítilla upplýsinga um varp og varpárangur frá liðnum árum til viðmuðunar. Lítil ástæða sé til bjartsýni um viðgang sjófugla víða við Íslandsstrendur og tímabært að veita misbresti í varpi sjófugla meiri athygli þar sem stórt hlutfall ýmissa sjófuglastofna í heiminum verpi við strendur landsins og nefnir hún í því sambandi að 70% álkustofnsins í heiminum verpi við Ísland og 20-30% af heimsstofni kríunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is