Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2011 06:30

Unnendur raftónlistar flykkjast á Hellissand

Helgina 5.-7. ágúst verður sannkölluð tónlistarveisla á Hellissandi þegar raftónlistarhátíðin „Extreme Chill Festival” verður haldin. Þetta verður í þriðja sinn sem hátíðin verður haldin en „Extreme Chill” kvöld eru haldin annað hvert fimmtudagskvöld í Reykjavík. Andri Már Arnlaugsson er einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar og hann segist gera ráð fyrir um 250 hátíðargestum sem munu gista á tjaldsvæðinu, hótelinu og í leiguhúsnæði. „Við fórum nýverið og litum á nýja tjaldsvæðið. Okkur leist mjög vel á það og það gerir ekkert nema gott fyrir okkur. Við munum vera með tónleika bæði í félagsheimilinu Röst og svo verður svið undir berum himni. Á föstudags- og laugardagskvöldinu verðum við inni en svo verða tónleikar úti á laugardeginum sem hefjast upp úr hádeginu,” segir Andri Már.

Engin sérstök ástæða er fyrir því að Hellissandur varð fyrir valinu en Andri segir að staðurinn hafi einfaldlega heillað þá sem að hátíðinni standa. „Þetta gekk vel í fyrra og það komu upp mjög fá vandamál. Við erum mjög hrifnir af þessu og þegar hljómsveitin Stereo Hypnosis hélt útgáfutónleika á Hellissandi vildum við gera eitthvað meira úr þessu,” segir Andri en hljómsveitarmeðlimir Stereo Hypnosis koma einmitt að skipulagningu hátíðarinnar. „Hingað koma ríflega þrjátíu listamenn og sumir þeirra koma erlendis frá. Í grunninn er hátíðin fyrir unnendur raftónlistar en við vildum auka fjölbreytnina aðeins í ár. Á útitónleikunum verða því bönd sem spila aðrar tegundir tónlistar svo að fleiri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Raftónlistin mun hins vegar ráða ríkjum bæði kvöldin,” segir Andri Már að lokum. Hægt er að nálgast miða á www.midi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is