Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2011 06:30

Dulin búseta hefur neikvæð áhrif á lög- og heilsugæslu

Nýverið gaf hópur nemenda við Háskólann á Bifröst út skýrslu um falda búsetu í Borgarbyggð. Hópurinn vann skýrsluna í þriggja vikna sumarkúrs og hefur skýrslan meðal annars vakið athygli byggðaráðs Borgarbyggðar sem hefur boðað hópinn á sinn fund. Í hópnum voru þau Arnar Stefánsson, Björk Reynisdóttir, Felix Rafn Felixson, Freyja Einarsdóttir og Halldóra Guðrún Björnsdóttir. Í samtali við Skessuhorn sagði Felix Rafn að hópurinn hefði komist að því að sá fjöldi íbúa sem stundi nám við Bifröst og sé ekki skráður með lögheimili í Borgarbyggð geti haft áhrif á styrki til sveitarfélagsins. „Sá hópur er ekki stór þegar litið er á heildarfjölda íbúa með dulda búsetu, en hann sé sá sem mest sé hægt að treysta á. Þetta eru nemendur sem eru hérna yfir veturinn en hafa ekki skráð lögheimili. Aðrir eru í sumarbústöðum og á sumrin er fólksfjöldinn í Borgarbyggð því allt að tvöfaldur miðað við það sem hann er á öðrum árstíma,” segir Felix. Byggðaráð hefur nú þegar óskað eftir því að nemendurnir komi á fund þeirra og kynni skýrsluna.

 

 

 

Gera ekki greinarmun á íbúum

Fram kemur í skýrslunni að frá opnun Hvalfjarðarganganna árið 1998 hafi fjöldi sumarhúsa á Vesturlandi aukist um 66% og þar með hafi dulin búseta aukist. Líkur á því að þetta fólk þurfi á aðstoð lögreglu, sjúkraliðs eða slökkviliðs að halda eru jafnmiklar og hjá öðrum en samt sem áður gera fjárveitingar ríkisins ekki ráð fyrir þessum íbúum. Samkvæmt könnun sem Vífill Karlsson birti í skýrslunni „Dulin búseta í Borgarbyggð” árið 2000 er fjöldi þeirra sem eru í sumarhúsum í umdæmi lögreglunnar í Borgarbyggð, 2917 yfir sumartímann. Á veturna eru þeir þó einungis 583. Nemendurnir sem unnu skýrsluna tóku meðal annars viðtal við Stefán Skarphéðinsson, lögreglustjóra í Borgarfirði og Dölum.
Þar segir Stefán að hann álíti sem svo að þessi aukning íbúa sem ekki komi fram með opinberlegum hætti komi verst við löggæslu- og heilsugæslufólk. Það geri ekki greinarmun á fólki en fjárlögin geri hinsvegar aðeins ráð fyrir því að þeir sinni því fólki sem er með skráð lögheimili í Borgarbyggð. Það komi því óhjákvæmilega niður á þjónustunni sem þessir aðilar veita.

 

Ekki gert ráð fyrir dulinni búsetu í fjárlögum 

Þá kemur einnig fram í skýrslunni að Heilbrigðisstofnun Vesturlands styðjist við fjölda sjúklinga sem komi inn á sjúkrahús hennar þegar ríkisstyrkjum er skipt niður á milli þeirra. Það sé hinsvegar svo að þegar velferðarráðuneytið ákveði upphæðir sem renna til heilbrigðisstofnana sé notast við fjölda skráðra íbúa. Þannig sé dulin búseta ekki höfð til hliðsjónar við ákvörðun um fjárveitingar.

Í lokaorðum skýrslunnar kemur fram að það myndi auka möguleika á auknum fjárveitingum frá ríkinu ef nemendur við Bifröst myndu skrá lögheimili sitt í Borgarbyggð. Þannig myndu meðaltekjur íbúa lækka sem og hlutfall skulda á íbúa. Fjöldi nemendanna er þó ekki stór hluti þeirra sem hafa dulda búsetu í sveitarfélaginu og því þyrfti einnig að leita annarra leiða til þess að auka fjárframlög ríkisins til aukinnar lög- og heilsugæslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is