Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2011 04:01

Bjóða upp á hringferðir um Jökulinn

Hjónin Óli Jón Ólason og Steinunn Hansdóttir í Grundarfirði láta ekki deigan síga þegar ferðaþjónusta er annars vegar enda með áratuga reynslu að baki. Þau reka Kaffi Emil í Grundarfirði og Steinunn er einnig með Handverksmarkaðinn þar. Nýjasta viðbótin er svo í samstarfi við rútubílafyrirtækið Sterna, sem er með áætlunarferðir á Snæfellsnesi. Það eru hringferðir um Snæfellsnesjökul undir leiðsögn og með viðkomu á mörgum stöðum. „Þessar ferðir eru á vegum Þemaferða ehf, sem við eigum ásamt Arnlín dóttur minni og Magnúsi Rafnssyni manni hennar en þau búa í Bjarnarfirði á Ströndum. Þau áttu hugmyndina að þessu en við sjáum um framkvændina ásamt Sterna,“ segir Óli Jón.

 

 

 

 

Heimamenn sjá um leiðsögn

Ef lagt er upp frá Grundarfirði er næsta viðkoma við vegamótin til Stykkishólms, þaðan er haldið að Vegamótum, síðan að Arnarstapa og Hellnum. Þá er komið við á Djúpalónssandi, Hellissandi og Ólafvík áður en hringnum er lokað. Auk þess sem leiðsögumennirnir gera stuttan stans á öðrum áhugaverðum stöðum eftir því sem tími leyfir. „Fólk getur keypt miða á einhvern tiltekinna staða en einnig hringmiða og ræður svo hvort það klárar hringinn á einum degi eða stoppar á einhverjum staðnum og tekur bílinn síðar. Þessi áætlun var til staðar en 15. júní komu leiðsögumenn í þessar ferðir,“ segir Óli. Steinunn segir ásókn vera að aukast í þessar ferðir sem boðið er upp á alla daga. „Leiðsögumennirnir eru heimamenn hérna og við höfum verið með sex manns í vinnu við þetta. Það var haldið átthaganám fyrir leiðsögumenn hér í fyrra og það skilaði mörgum leiðsögumönnum, sem geta leiðsagt hér um slóðir á íslensku og ensku.“

 

Skoðað í þrjú ár

Óli segir stefnt að því í samstarfi við Sterna að bjóða upp á þessar ferðir til að byrja með í þrjú ár svo framarlega að fyrirtækið haldi áætlunarsérleyfinu. Hann segir þrjú ár vera þann tíma sem þurfi til að kynna nýjungar í ferðaþjónustu. Þá þurfi að staldra við og skoða hvað betur megi fara en að fimm árum liðnum sé hægt að taka ákvörðun um hvort nýjung í ferðaþjónustu geti gengið áfram eða ekki. Þetta segist hann byggja á áratuga reynslu sinni af ferðaþjónustu.

Ferðirnar eru eins og aðrar áætlunarferðir, tímasettar nákvæmlega og því geta ferðamenn komist í bílinn hvar sem er á tilsettum tíma, rétt eins og að taka strætó.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is