03. ágúst. 2011 11:52
Rúmlega þrítugur maður var í gærkvöldi stöðvaður af lögreglunni í Borgarfirði og Dölum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í bíl hans fundust haglaskot, en ökumaðurinn reyndist ekki vera með byssuleyfi, og landaflaska. Því var gerð leit á heimili hans í Búðardal þar sem fannst óskráð haglabyssa, sem viðkomandi kvaðst eiga, ásamt fjölmörgum haglaskotum. Talið er að haglabyssunni hafi verið stolið í innbroti í heimahús á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum síðan og lagði lögregla því hald á bæði byssuna og skotfærin.