Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2011 09:01

Rikka veitt gullmerki Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

Fyrir leik ÍA og Selfoss í lok júlí kom í heimsókn á Akranesvöll hópur á vegum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Tilefni heimsóknarinnar var að veita Ríkharði Jónssyni gullmerki félagsins, en Ríkharður var samhliða því að leika með ÍA liðinu á sínum tíma þjálfari liðsins og landsliðsins um árabil. Ferill Ríkharðs er eins og þeir vita sem gerst þekkja einstakur, en fæstir átta sig á því vinnuframlagi sem hann skilaði með miklum sóma sem þjálfari. 

 

 

 

 

Það var Sigurður Þór Þorsteinsson formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands sem afhenti Ríkharði viðurkenninguna. Jón Gunnlaugsson stjórnarmaður í KSÍ og Skagamaður flutti af þessu tilefni pistil um feril Rikka en hann þjálfaði ÍA liðið fyrst aðeins 21 árs. Jón sagði meðal annars: “Ef við tökum mið af störfum þjálfara í dag sem margir hverjir sinna þeim störfum eingöngu, þá er hollt að minnast þess hvernig umgjörð Ríkharðs var í sínum þjálfarastörfum. Öll sín þjálfaraár vann hann sína föstu vinnu, oft fjarri heimahögum. Hann  rak fyrirtæki sitt, hafði oft marga í vinnu og sló sjálfur aldrei af. Flest árin einnig leikmaður bæði með félags- og landsliði. Ég sé engan í slíkri stöðu í dag. Ég sé ekki fyrir mér að úrvalsdeildarlið í dag ráði sér þjálfara á þessum aldri og mér er það líka til efs að leikmaður á besta aldri með framtíðina fyrir sér á þeim vettvangi kjósi sér slíkt. Traust forráðamanna ÍA  til Ríkharðs lýsir sér í þessu, en ekki þarf að fara mörgum orðum um hvernig þetta gekk fram. Slíkt hefur verið margskráð og skemmst er frá því að segja að hann kom, sá og sigraði,” sagði Jón Gunnlaugsson, en margir vilja meina að Ríkharður hafi innleitt nýjan leikstíl í íslenskri knattspyrnu eftir að hann dvaldist vetrarlangt í Þýskalandi þar sem hann kynnti sér þjálfun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is